Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 07.11 2013 - 18:46

Eignarétturinn heilagi

Ég vona að það fari ekki framhjá neinum að gjaldeyrishöftin á Íslandi eru árás á einn af hornsteinum vestræns lýðræðis. Eignaréttinn. Slík árás er ef til vill réttlætanleg um skamman tíma, eins og til dæmis í þá mánuði sem þau áttu upphaflega að vara þegar þau voru sett. Allt umfram það er kjánaskapur. Með gjaldeyrishöftunum […]

Laugardagur 27.07 2013 - 00:45

Já, en hvað með höftin?

Hvurslags aumingjaskapur er það að hafa það að stefnu að gera „lífið innan haftanna bærilegra“? (Sbr. Birgir Tjörvi Pétursson í Mbl. í dag föstudag 26. júlí.) Gera þessir menn sér ekki grein fyrir að höftin eru brot á mannréttindum, stjórnarskránni og EES-samningnum? (Ætlar enginn að kæra þetta?) Höftin koma í veg fyrir að Íslendingar geti tekið […]

Mánudagur 26.11 2012 - 17:07

Jeg gef ykkur 6 mánuði

Danirnir stóðu sig vel í föðurlegum umvöndunum gagnvart Íslandi misserin fyrir hrun. En hvernig var ástandið hjá þeim sjálfum? Fyrir um það bil mánuði datt mér þessi skopteikning í hug. Fréttin um Danske Bank á Eyjunni í dag er gott tilefni til að birta hana.

Þriðjudagur 17.04 2012 - 05:07

Nóbelshagfræðingur um krónuna

Robert Mundell prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á heppilegri stærð myntsvæða (e. Optimal Currency Areas). Útvarpsþátturinn Planet Money sem er framleiddur af National Public Radio í Bandaríkjunum (sambærilegt við RÚV) spjallaði við Robert sl. föstudag í þætti sem heitir: „Should Iceland kill the krona?“ Hluti af spjalli þeirra […]

Fimmtudagur 12.04 2012 - 04:48

Bjargvættinum bjargað

Það fer ekkert á milli mála að íslenska krónan bjargaði öllu sem bjargað varð í hruninu. En svo krónan gæti bjargað okkur, þurfti fyrst að bjarga krónunni. Innrita á Landspítalann og tengja við járnlunga og gervinýra, skipta um lifur, heiladingul og gangráð, setja aftur í fitusog og gefa slakandi og örvandi næringu í æð. Þessar […]

Laugardagur 10.03 2012 - 17:13

Kannabisbúgarðurinn Ísland

Skattar eru að sumu leyti eins og rentur sem verðmætasköpun gefur af sér. Eins og afurðir t.d. kannabisbúgarðs. Akurinn þolir að skorið sé upp af honum ákveðið magn afurða, t.d. 30%. Ef of mikið er skorið upp, t.d. 70%, nær stofninn ekki að halda sér við og visnar eða jafnvel deyr og gefur ekkert af […]

Föstudagur 10.02 2012 - 16:42

Vanræksla Sjálfstæðisflokksins

Höfnun ÁTVR á að taka rauðvín með merki hljómsveitar á flöskunni („Nafn hljómsveitarinnar er vísun í notendur hins ólöglega fíkniefnis amfetamíns ásamt því að textar við lög hljómsveitarinnar fjalli iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna.“) er ágætis dæmi um hve Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið illa að ráði sínu undanfarin ár. Hann átti að […]

Miðvikudagur 18.01 2012 - 14:39

Hvað eiga Norður Kórea og Ísland sameiginlegt?

Jú, bæði löndin eru með gjalmiðla sem enginn utan landsteinanna lítur við og gengið er ákveðið af gömlum stalínistum trotskyistum. Annað sem löndin eiga sameiginlegt er að í báðum eru verksmiðjur þar sem framleiddar eru vörur til útflutnings sem seldar eru fyrir raunverulega peninga. Þeim gjaldeyri er svo skipt í innlenda gjaldmiðilinn og starfsfólkinu greidd launin […]

Þriðjudagur 08.11 2011 - 14:35

Stikk-fríhöfnin

Þegar ég var barn fór ég oft í eltingarleiki með krökkunum í hverfinu. Ómissandi hluti af leiknum voru frísvæði þar sem ekki mátti klukka. Frísvæðin voru skilgreind fyrirfram og þangað var hægt að flýja undan þeim sem var’ann. „Þú mátt ekki klukka mig, ég er stikk-frí.“ Barnaleikir eru að sumu leyti æfingar fyrir fullorðinsárin. Eltingaleikir […]

Föstudagur 27.05 2011 - 18:07

Bönnum ALLAR áfengisauglýsingar

Sem meðlimur í SÁÁ fagna ég fyrirhuguðu frumvarpi um bann við áfengisauglýsingum. Það er mikilvægt skref og jákvætt. En betur má ef duga skal. Hrikalegt flóð áfengisauglýsinga frá útlöndum dynur daginn út og inn á saklausri æskunni og þeim sem enga freistingu mega sjá án þess að falla fyrir henni. Ég er að tala um […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur