Ein tegund rentukóngs er sú sem á fasteignir miðsvæðis. Slíkir rentukóngar geta í krafti þeirra forréttinda verðlagt afnotin sér í vil. Ósjaldan hafa þeir fengið konungdæmið í arf frá foreldrum sínum. Donald Trump forseti Bandaríkjanna er slíkur erfðaprins. Manhattan-eyja, þar sem rætur viðskiptaveldis hans eru, er svæði sem afmarkast af náttúrulegum ástæðum (er tæpir 60 ferkílómetrar með um 850 þúsund fasteignum). […]