Reykjavík sem höfuðborg á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitarfélagið á og rekur.
- Miðflokkurinn ætlar að setja nemandann í fyrsta sæti og veita þeim sem þurfa einstaklingsmiðað nám.
- Miðflokkurinn ætlar að auka á sjálfstæði grunnskólanna og draga úr miðstýringu.
- Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja algjörlega menntastefnu Reykjavíkurborgar með tilliti til reynslu undanfarinna ára. Áhersla skal lögð á kennslu í lestri, íslensku og reikningi.
- Miðflokkurinn ætlar að auka vægi verklegra greina, listgreina og íþrótta.
- Miðflokkurinn ætlar að hafa gjaldfrjálsa grunnskóla hvað varðar námsgögn og hádegismat.
- Miðflokkurinn ætlar að efla Vinnuskóla Reykjavíkur með fjölbreyttu og auknu starfsvali.
- Miðflokkurinn ætlar að efla úrræði fyrir ungt fólk með sérþarfir.
- Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja starfsemi leikskólanna.
Nýlegar athugasemdir