Mánudagur 30.04.2018 - 11:45 - FB ummæli ()

Nemandann í fyrsta sæti

Reykjavík sem höfuðborg á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitarfélagið á og rekur.

  • Miðflokkurinn ætlar að setja nemandann í fyrsta sæti og veita þeim sem þurfa einstaklingsmiðað nám.
  • Miðflokkurinn ætlar að auka á sjálfstæði grunnskólanna og draga úr miðstýringu.
  • Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja algjörlega menntastefnu Reykjavíkurborgar með tilliti til reynslu undanfarinna ára. Áhersla skal lögð á kennslu í lestri, íslensku og reikningi.
  • Miðflokkurinn ætlar að auka vægi verklegra greina, listgreina og íþrótta.
  • Miðflokkurinn ætlar að hafa gjaldfrjálsa grunnskóla hvað varðar námsgögn og hádegismat.
  • Miðflokkurinn ætlar að efla Vinnuskóla Reykjavíkur með fjölbreyttu og auknu starfsvali.
  • Miðflokkurinn ætlar að efla úrræði fyrir ungt fólk með sérþarfir.
  • Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja starfsemi leikskólanna.

Flokkar: Skólamál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins, hún sat á þingi á árunum 2009 til 2016 og var meðal annars formaður fjárlaganefndar frá 2013.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir