Föstudagur 23.08.2013 - 15:49 - FB ummæli ()

Mörg hundruð ábendingar

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar vinnur nú að tillögum um hvernig hægt sé að hagræða í ríkisrekstri. Liður í þessari vinnu er að kalla eftir ábendingum frá almenningi.

Það hefur verið ánægjulegt að sjá að á 9 dögum hefur hópnum borist hátt í 500 ábendingar. Hópurinn vinnur að því að fara yfir þessar ábendingar. Það er rétt að vekja athygli á því að enn er hægt að senda inn tillögur og verður það hægt fram til 30. ágúst nk.

Hægt er að senda tillögur á netfangið hagraeding@for.stjr.is eða á eftirfarandi vefslóð: http://www.forsaetisraduneyti.is/hagraeding/abending/

Það er full ástæða til að þakka frábærar viðtökur og mun hópurinn fara yfir tillögurnar og nota þær í vinnu sinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra
RSS straumur: RSS straumur