Kjarasamningar sem undirritaðir voru í lok síðasta árs voru unnir eftir aðferðarfræði sem reynst hefur vel á norðurlöndum. Eitt af markmiðum þessa kjarasamnings var að ná tökum á verðbólgu og ná þannig fram raunverulegum launahækkunum. Til þess að þetta náist er mikilvægt að allir taki höndum saman og vinni sameiginlega að þessu markmiði.
Það er ánægjulegt að sjá að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa ákveðið að grípa sameiginlega til aðgerða og að viljinn sé sterkur til að rjúfa vítahring verðbólgunnar.
Í dag höfum við fengið góðar fréttir af því að fyrirtæki hafa dregið verðhækkanir til baka. Í framhaldinu er mikilvægt að hefja aukna umræðu um hvernig fyrirtæki og ríkisvald geta aukið hagræðingu í rekstri þannig að ekki þurfi að velta hækkunum út til almennings. Í sumum tilvikum er um að ræða róttækar breytingar eins og dregið var upp í McKinsey skýrslunni.
Stundum er ekki mögulegt að bregðst við hækkunum með aukinni hagræðingu og þá kann að vera nauðsynlegt að hækka verð. Fyrir því verða þá að liggja skýr og trúverðug rök. Almenningur gegnir mikilvægu aðhaldshlutverki og getur haft áhrif með því að upplýsa opinberlega verði þeir varir við verðhækkanir. Það þarf að þjóðarátak gegn verðhækkunum!