Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 09.10 2015 - 15:35

Innanlandsflugvellir – TAKA 2

Stjórnendur Isavia og fulltrúar hlutaðeigenda ráðuneyta mættu á fund fjárlaganefndar í dag til að ræða stöðu innanlandsflugvalla vítt og breitt um landið. Sambærilegur fundur var haldin fyrir ári síðan og fundarefnið var það sama. Rekstur millilandsflugs hjá Isavia stendur vel fjárhagslega og skilar afgangi á meðan flugvellir og önnur starfsemi í innalandsflugi gengur erfiðlega. Eftirlitsstofnun […]

Föstudagur 18.09 2015 - 10:13

Landsbankinn – Hvert skal stefna?

Umræða hefur verið undanfarið um Landsbankann. Fyrst vegna áætlana forsvarsmanna bankans um að byggja nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð landsins en dregið var í land eftir mikla gagnrýni. Nú hafa farið af stað umræður um hvort selja skuli hlut í Landsbankanum og nota fjármagnið í það mikilvæga verkefni að greiða niður skuldir ríkissjóðs.   Fyrri […]

Mánudagur 24.08 2015 - 10:51

Stýrivextir og Seðlabankinn

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í síðustu viku að hækka stýrivexti. Það eru nokkur atriði sem hafa komið upp í hugann eftir þessa ákvörðun. Seðlabankinn tekur sérstaklega fram að þeir séu að hækka stýrivexti vegna kjarasamninga. Ég sakna þess að þeir taki fram að verslanir og fyrirtæki hafi ákveðið að hækka vörur og þjónustu of mikið. Hafa […]

Þriðjudagur 11.08 2015 - 15:38

Landsbankinn þarf að verða banki allra landsmanna

Forsvarsmenn Landsbankans hafa gefið það út að líklega verði fyrirhugaðri byggingu á höfuðstöðvum slegið á frest. Ástæðan er sú að margir hafa tjáð sig um málið og gagnrýnt fyrirhugaða byggingu. Það er vel að forsvarsmenn Landsbankans séu að draga í land en er nóg að fresta málinu?   Það þarf að breyta um grunnstefnu Það […]

Mánudagur 27.07 2015 - 13:50

Hagræðing og „ekki“ hagræðing Landsbankans

Áform Landsbankans, banka allra landsmanna, að byggja nýjar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð landsins hefur verið gagnrýnd af fjölmörgum aðilum. Landsbankinn er í almenningseigu og það er á ábyrgð okkar allra að hann fari vel með almannafé. Landsbankinn ber við miklu fjárhagslegu hagræði af þessari framkvæmd. Þrátt fyrir að ég hafi efasemdir um skynsemi þess […]

Fimmtudagur 22.01 2015 - 13:48

Fjármálastofnanir, sektir og samfélagsábyrgð

Ekki er vafi  á því að fjármálastofnanir voru þeir aðilar innanlands sem báru mestu ábyrgð varðandi hrun fjármálakerfisins haustið 2008.  Ljóst er nú að ekki var nógu varlega farið í góðærinu, bæði hér á landi og í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Nú á eftir að ganga frá þrotabúum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.  Heildareignir þrotabúanna eru rúmlega […]

Sunnudagur 30.11 2014 - 22:16

Fjarskipti – Orð og athafnir

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur gert tillögu til Alþingis um að veitt verði 300 milljónum til þess að hefja fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun. Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga var talsverð umræða um fjarskiptamál á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn lagði þar höfuðáherslu á mikilvægi fjarskipta. Í grein sem formaður, varaformaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins skrifuðu í Morgunblaðið 30. mars […]

Fimmtudagur 20.11 2014 - 17:13

Raforkukostnaður – Dreifbýli og köld svæði

Víða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnaðar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmálaflokkar og þar með talinn Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á að jafna þennan kostnað. Til þess að það náist til frambúðar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orðrétt: “Unnið verður að jöfnun raforku- […]

Sunnudagur 16.11 2014 - 12:02

Leiðrétting – Hverjir borga fyrir hvern?

Það er full ástæða til að fagna því að höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar tugþúsundum heimila leiðréttingu á húsnæðisskuldum. Leiðréttingu sem er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla undanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum föllnu bankanna. Núverandi ríkisstjórn er því að skattleggja þrotabú erlendra kröfuhafa og vogunarsjóða til að […]

Föstudagur 22.08 2014 - 13:19

Þjóðkirkjan og við

Þjóðkirkjan fylgir flestum Íslendingum frá vöggu til grafar og hefur gert í þúsund ár. Við erum flest skírð til kirkjunnar ómálga börn, staðfestum skírnarheitið með fermingu, fáum blessun kirkjunnar í upphafi hjónabands og þorri landsmanna fær sína hinstu kveðju í kirkjulegri útför. Okkur er ekki tamt að flíka trúarskoðunum okkar. Við teljum það til einkamála […]

Höfundur

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra
RSS straumur: RSS straumur