Færslur fyrir flokkinn ‘Blogg’

Mánudagur 03.12 2018 - 11:01

Vinur minn borinn til grafar

Í dag verður borinn til grafar, æskuvinur minn, Pétur Gunnarsson. Leiðir okkar lágu saman fyrst þegar Pétur kom í unglingadeildina í Hlíðaskóla snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Á þeim árum vorum við Pétur saman nánast alla daga ásamt nokkrum öðrum skólasystkinum, sem mynduðum hóp sem kenndur var við Krónusjoppuna við Lönguhlíð. Öfugt við okkur […]

Mánudagur 26.11 2018 - 13:51

Á lyfjum við kynlífsfíkn

Ég er soldið hugsi yfir öllum þessum fíknisjúkdómum sem herja á okkur sem aldrei fyrr. Nú um stundir eru fjöldi þessara fíknisjúkdóma orðin slíkur að það finnst varla nokkur maður sem er laus við fíkn. Getur verið að þetta séu ekki sjúkdómar heldur það að við séum síður í stakk búin til að glíma við […]

Föstudagur 12.10 2018 - 12:42

Femínismi eyðir tjáningarfrelsinu

Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á […]

Fimmtudagur 13.09 2018 - 10:07

Blóðnasir úr leiðindum

Hugsa að það hefði verið heldur skárra að sitja í gæsluvarðhaldi í einangrun en að afplána ræður stjórnarandstæðinga í þinginu í gærkvöldi um stefnuræðu forsætisráðherra. Efast um að nokkur hafi skilið ræður Píratanna, ekki einu sinni þau sjálf. Ræðumenn Samfylkingarinnar slógu eigið Íslandsmet í lýðskrumi, tvískinnungi og útúrsnúningi. Eins mikið og mér finnst vænt um […]

Miðvikudagur 25.07 2018 - 16:06

Gáfaða fólkið

Til er talsvert af gáfuðu fólki. Góðmennskan einkennir það í ræðu og riti og það er til í hvað sem er í þeim efnum á kostnað annarra. Það er mjög alþjóðasinnað enda öll þjóðhyggja merki um heimsku. Þess vegna voru það bara ómenntaður skríll og heilabiluð gamalmenni sem kusu með Brexit. Alþjóðahyggjan er slík að […]

Þriðjudagur 24.07 2018 - 10:48

Fasisminn er rétttrúnaðurinn holdi klæddur

Svo lengi sem elstu menn muna hafa vinstri menn gjarnan kallað pólitíska andstæðinga sína fasista og rasista, jafnvel þótt frægastir í þeim hópi væru grjótharðir sósíalistar. Fasismi er stjórnlyndisstefna þar sem réttur einstaklingsins er lítill sem enginn gagnvart stjórnvöldum. Fasisminn er rétttrúnaðurinn holdi klæddur. Hann er því miklu tengdari marxismanum, sem sósíalistar horfa til, en […]

Fimmtudagur 24.05 2018 - 12:59

Orðlaus

Gamall félagi minn, sem hefur verið meira til vinstri í tilverunni, lagði leið á lykkju sína til að segja mér að hann ætlaði að kjósa einhvern af meirihlutaflokkunum í Reykjavík. En erum við ekki sammála um að mælikvarði á góða stjórn í sveitarfélagi er hvað við fáum mikla og góða þjónustu fyrir peninginn, spurði ég. […]

Mánudagur 14.05 2018 - 10:59

Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki Semu Erlu?

Skrapp í stutta ferð til Skotlands um helgina með gömlum félögum. Margir af þeim eru miklir heimsborgarar og taldir með gáfuðustu mönnum landsins. Samt skildu þeir ekkert í því af hverju ekki var í boði nautakjöt á indverska veitingastaðnum í Carnoustie. Skrítið að koma heim í faðm froðufellandi andfasistana yfir sigri ungrar gyðingastúlku frá Ísrael […]

Þriðjudagur 17.04 2018 - 11:28

Grímulaus pólitík

Enginn skortur er á alls konar alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem kenna sig við mannréttindi og hvers kyns góðmennsku. Dæmi um slík fyrirbæri er Evrópuráðið og nefndir þess eins og ECRI og GRECO og svo má auðvitað ekki gleyma ýmsum nefndum Sameinuðu þjóðanna. Margir halda að hér sé um að ræða einhverjar hlutlausar nefndir skipuðu […]

Mánudagur 09.04 2018 - 09:20

RÚV er tímaskekkja

Í Evrópu eru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. Og ekki bara timaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RÚV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi […]

Höfundur

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir

    Flokkar