Föstudagur 26.08.2016 - 09:56 - FB ummæli ()

Öruggari leigumarkað-Eyðum óvissu og óöryggi meðal leigjenda

Nýjasta útspil ríkisstjórnar í húsnæðismálum hjálpar fáum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hjálpar enn færri að nýta sér séreignarsparnað sem eru á leigumarkaði. Undanfarin ár hefur fjöldi þeirra sem búa í leiguhúsnæði aukist gríðarlega. Í dag er hlutfall leigjenda á húsnæðismarkaði um 22% en var 14% árið 2004. Fyrir nokkrum mánuðum lét félagsmálaráðherra gera könnun um hagi leigjenda. Í henni kom fram að um 60% leigjenda hafa búið í sama húsnæði skemur en tvö ár. Svo hátt hlutfall sýnir hve mikið óöryggi og óvissu leigjendur búa við á almennum markaði. Í könnuninni kom fram að á tímabilinu 2003-2015 jókst hlutfall leigjenda sem leigja af nauðsyn um 50%. Einnig sýndi könnunin að  leigjendur telja miklu erfiðara að fá leiguhúsnæði en árið 2003. Í stuttu máli sýndi könnunin að óöryggi og óvissa meðal leigjenda hefur aukist. Könnunin er í samræmi við þá þróun að leigjendum hefur fjölgað mikið undanfarin ár eða um 50% frá árinu 2004.
Þeir leigjendur sem eru fyrir ofan ákveðin tekju- og eignamörk geta ekki leigt af opinberum aðilum (sveitarfélögum) og þar með tryggt sér og sínum öruggt húsnæði til langs tíma, heldur er þeim beint á almennan markað sem einkennist af háu leiguverði, stutts leigutíma og óvissu. Þessu fólki er haldið áfram, þrátt fyrir öll fögru fyrirheitin og aðgerðir í húsnæðismálum, á ótryggum leigumarkaði.

Það var óheillaskref og mjög misráðið þegar Íbúðalánasjóður seldi Leigufélagið Klett sem leigði einstaklingum og hjónum íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn átti, til langs tíma, á viðráðanlegu verði og óháð tekjum leigjenda. Klettur mætti brýnni þörf á íbúðaleigumarkaði með leigu á viðráðanlegum kjörum þar sem fjölskyldur gátu búið á sama stað til lengri tíma og verið laust við óöryggi og óvissu sem einkennir almenna leigumarkaðinn. Enda þótt Klettur hefði ekki yfir miklum fjölda íbúða að ráða var leigustarfsemin mikilvæg viðleitni af hálfu opinberra aðila til að auka öryggi leigjenda og draga úr óvissu þeirra sem einkennir markaðinn um þessar mundir.
Í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkir á marðanum núna hefði ríkisvaldið að mínu mati átt að taka þá ákvörðun að eiga Klett áfram, enn um sinn, í stað þess að selja félagið við þær aðstæður sem nú ríkja. Það er að mínu mati skylda opinberra aðila að tryggja öllu fólki, óháð tekjum, öryggt húsnæði. Ég vil berjast fyrir því að opinberir aðilar (sveitarfélög) fái stuðning til að byggja og reka húsnæði sem hefur það markmið að leigja öllum sem vilja án tekjutillits húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu verði þannig að fjölskyldur geta búið við öryggi á leigumarkaði til langstíma.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Alexander Ólafsson
Ég er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Gautaborg og meistaragráðu í heilbrigðisstjórnun frá Norræna heilsuháskólanum í Gautaborg. Ég hef mikinn á áhuga á ríkisrekstri, íslenskri stjórnsýslu, heilbrigðis- og efnahagsmálum, norrænni samvinnu, ESB, öryggis- og varnarmálum. Tölvupóstur: gunnaralexander1212@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur