Fimmtudagur 19.03.2015 - 17:02 - FB ummæli ()

Að gefnu tilefni

Ég er þeirrar skoðunar að rétt sé að spyrja þjóðina um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið. Það eru skiptar skoðanir um málið, eins og kannanir hafa leitt í ljós.

Það er hins vegar ekki hægt að krefjast þess að ríksstjórn sem er andstæð aðild haldi þeim áfram. Slík atkvæðagreiðsla gæti því aldrei orðið fyrr en í fyrsta lagi við lok kjörtímabilsins.  Þetta er bjargföst skoðun mín. Þegar kom að framhaldi málsins varð önnur skoðun ofan á. Ég virði þá niðurstöðu þó ég sé ekki sammála henni.

Að þessu sögðu vil ég taka skýrt  fram að ég er á móti aðild að Evrópusambandinu eins og staðan er í dag. Staða sambandsins er slík og óvissan mikil um framtíð þess að aðild væri ekki skynsamleg fyrr en mál færu að skýrast. Kannski verð ég kominn á aðra skoðun varðandi aðild eftir fimm eða tíu ár. Ómögulegt að segja.

Ákvarðanir okkar eiga heldur ekki að binda þá sem erfa þetta land um alla framtíð. Ef börn okkar og barnabörn telja hag sínum best borgið með aðild að Evrópusambandinu, þá mun ég að sjálfsögðu virða þá ákvörðun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur