Föstudagur 20.03.2015 - 19:52 - FB ummæli ()

Veikleiki Samfylkingar

Óska Árna Páli til hamingju með sigurinn í formannskjörinu. Hins vegar er pólitíkin skrítin skepna og niðurstaðan verður seint talin vera mikill sigur fyrir hann, eða flokkinn í heild sinni.  Að sitjandi formaður skuli vinna með minnsta mun er mikið veikleikamerki og alls ekki sú niðurstaða sem Samfylkingin þurfti á að halda, nú þegar tvö ár eru til næstu kosninga. Flokkurinn hefði þurft að koma sterkur og sameinaður út úr þessari kosningu.

Árna Páls bíður erfitt verkefni. Hann þarf ekki bara að berjast við pólitíska andstæðinga, heldur andstæð öfl innan eigin flokks. Hann stendur því verr að vígi nú en fyrir flokksþingið.

Segja má að Sigríður Ingibjörg sé sigurvegari þó hún hafi tapað. Leifturárás hennar var nálægt því að heppnast. Hvort árangur hennar er vegna þess að hún er sterkur leiðtogi eða vegna mikillar óánægju með Árna Pál skal ósagt látið.

Eitt er víst. Staða Samfylkingarinnar hefur ekki batnað. Í raun hefur hún versnað til muna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur