Þriðjudagur 28.04.2015 - 16:38 - FB ummæli ()

Tugir milljarða út um gluggann!

Ríkisendurskoðun hefur áætlað að um 60 milljarða króna skattkröfur hafi tapast vegna kennitöluflakks á árunum 2010-2012. Fullyrða má að þessi upphæð sé ekki lægri í dag, líklega mun hærri. Í Kastljósinu fyrir ári var upplýst að tveir einstaklingar hefðu stýrt tæplega 50 fyrirtækjum í gjaldþrot á nokkrum árum.

Samfélagslegt tjón vegna þessara undanskota er gífurlegt. Þannig var niðurstaða könnunar viðskiptafræðinema í HR á sínum tíma að rúmlega 73% íslenskra fyrirtækja hefðu tapað fjármunum á kennitöluflakki.

Skattrannsóknarstjóri segir að loka verði gati í lögum sem menn nýti sér í kennitöluflakki. Sjálfur hef ég margsinnis vakið athygli á þessu máli á Alþingi, en talað fyrir daufum eyrum. Í raun hefur verið farið í þveröfuga átt í lagasetningu – það er orðið auðveldara að stunda þessa iðju en áður.

Nú er nóg komið. Hef ákveðið að leggja fram frumvarp í byrjun haustþings þar sem tekið verður á þessu vandamáli. Þetta er óþolandi.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur