Mánudagur 18.05.2015 - 14:48 - FB ummæli ()

Er þetta lausnin?

Undirrót þeirrar óánægju sem kraumar undir á Íslandi er sú tilfinning fólks að launamunur sé að aukast, þó að margt bendi til annars. Sú óþægilega tilfinning læðist inn að stéttaskipting hafi ekki bara aukist, heldur muni aukast.

Ég nefni þetta hér vegna þess að Svisslendingar þurftu að svara þeirri spurningu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmu ári hvort ekki væri rétt að setja í lög hver launamunur mætti vera innan einstakra fyrirtækja. Greidd voru atkvæði um tólffaldan launamun – þ.e.a.s. að sá launahæsti í fyrirtæki mætti aldrei vera með meira tólf sinnum hærri laun en sá launalægsti.  Þannig var ekki tekin nein afstaða til þess hvaða laun einstök fyrirtæki greiddu, bara hver launamunurinn mætti vera.

Þessi hugmynd var felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sviss með um 65% atkvæða, eftir að kannanir höfðu bent til þess að mjótt yrði á mununum, Rök andstæðinganna voru m.a. þau að samkeppnishæfni landsins myndi minnka, en þarlendir forstjórar eru margir hverjir meðal þeirra launahæstu í Evrópu. Sjálfir sögðu þeir að tillagan væri fáránleg.

Myndi samkeppnishæfni Íslands minnka með slíkum reglum? Myndu slíkar reglur þýða flótta æðstu yfirmanna stærstu fyrirtækjanna úr landi? Eða fengist kannski bara langþráður friður og sátt í deilunni um skiptingu þjóðarkökunnar?

Sjálfur er ég ekki með svarið. En umræðan er nauðsynleg.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur