Miðvikudagur 27.05.2015 - 12:03 - FB ummæli ()

Bónuslandið Ísland

Við lifum í sannkölluðu bónuslandi.

Fyrir nokkrum dögum skýrði DV frá því að íslenska umsýslufélagið ALMC, áður Straumur Burðarás, hefði lagt til hliðar 3400 milljónir króna sem félagið hyggst greiða í bónusa til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. Að meðaltali nema þessar greiðslur 100 milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slikum bónusum, að sögn DV. Í þessum hópi eru bæði Íslendingar og útlendingar.

Í dag skýrði sami fjölmiðill frá því að tugir starfsmanna Kaupþings eigi von á bónusum, sem geti numið tugum milljónum króna í einstaka tilvikum, verði nauðasamningar kláraðir.

Bónuskerfi fjármálastofnana spilaði stórt hlutverk í hruninu 2008. Í gær safnaðist stór hópur fólks saman fyrir utan Alþingi sem mótmælti öllu mögulegu – meðal annars afturhvarfi til þess Íslands sem við þekktum rétt fyrir hrun.

Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi – hvort sem þeir eru 25%, 50% eða 100%?

Svarið er nei. Við höfum ekki áhuga á Bónuslandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur