Fimmtudagur 28.05.2015 - 08:34 - FB ummæli ()

Pólitískt einelti

Í hinni nýju þjóðfélagsumræðu, sem fyrst og fremst á sér stað á internetinu, er allt leyfilegt. Það þarf aldrei að færa sönnur eða standa skil á hástemmdum yfirlýsingum um nafngreinda einstaklinga. Þetta er umræða þar sem illmælgi og hatur ræður ríkjum og pólitískt einelti þykir sjálfsagt.

Þetta er umræða sem lítur stjórn örfárra einstaklinga sem lítið annað virðast hafa fyrir stafni en að dreifa óhróðri um nafngreinda einstaklinga. Viðhlæjendur eru hins vegar margir.

Þessa dagana þykir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera tilvalið skotmark. Þegar hann er annars vegar er allt  leyfilegt og oftar er ekki er ráðist að honum persónulega. Ráðherrar þurfa vissulega að geta tekið gagnrýni, en hún þarf að vera heiðarleg og málefnaleg.  Og hún á síst að öllu að beinast að persónu viðkomandi.

Ef menn reyna að bera hönd fyrir höfuð sér eru þeir sakaðir um að vera hörundsárir og kunna ekki að taka gagnrýni. Þannig er tryggt að hatursumræðan fái að halda áfram og lifi sjálfstæðu lífi.

Umræða er góð, gagnrýni er góð en hatur og einelti er engum til góðs. Línan þar á milli getur verið fín – en hún er til.

Við erum komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur