Föstudagur 29.05.2015 - 10:57 - FB ummæli ()

Egill skautar framhjá staðreyndum

Egill Helgason kýs að skauta fimlega framhjá staðreyndum í pistli sem hann birti í morgun.

Það er enginn að biðja Sigmundi Davíð griða.  Því síður er verið að biðja um meðaumkvun. Þvert á móti sagði ég að gagnrýni væri góð. Hún þarf hins vegar að vera málefnaleg – þar sem ekki er vegið að persónu eða æru einstaklinga.

Hér er grundvallarmunur sem Egill Helgason hlýtur að skilja.

Pistill minn snérist um það sem ég kalla einelti á netinu. Orðræða um Sigmund Davíð á þeim vettvangi hefur oft verið út úr öllu korti og því var hún gott dæmi um hversu langt sumir ganga.

Það að vera stjórnmálamaður þýðir ekki að menn þurfi eða eigi að sætta sig við ærumeiðingar og persónuníð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur