Þriðjudagur 09.06.2015 - 12:43 - FB ummæli ()

Stjórnarandstaða fær plús

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur unnið kraftaverk með niðurstöðunni í haftamálunum, þar sem hundruð milljarða munu væntanlega skila sér til íslensku þjóðarinnar. Þarna er afskaplega vel að verki staðið og enn ein rósin í hnappagat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar, sem hafa látið verkið tala svo um munar frá því að þeir tóku við.

Það ber að fagna viðbrögðum stjórnarandstöðunnar í þessu mikilvæga máli. Þar hafa menn nálgast þetta verkefni með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og ber að virða það.

Það er líka rétt að fyrrverandi ríkisstjórn lagði grunn að því með lagasetningu að hægt var að fara þá leið sem varð ofan á. Því miður tók sú ríkisstjórn málið ekki lengra, þannig að það kom í hlut núverandi stjórnar að finna hagkvæmustu leiðina og framkvæma hlutina. Það hefur nú verið gert með eftirminnilegum hætti.

Tökum þó ekki af Samfylkingu og Vinstri grænum það sem þeim ber.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur