Þriðjudagur 02.06.2015 - 08:31 - FB ummæli ()

Svolítið um ást

Talsmönnum vinstri manna hefur orðið tíðrætt um slæm kjör aldraðra og öryrkja í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar og bent á að lítið sé gert fyrir þá.

Ummæli þeirra lýsa bæði ást og virðingu fyrir þessum þjóðfélagshópum. Mér þykir vænt um þessi ummæli, enda sammála því að mun meira sé hægt að gera fyrir þessa hópa.

En svo rifjast upp að eitt fyrsta verk norrænu velferðarstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna var að skerða kjör aldraðra og öryrkja. Það var gert tveimur mánuðum eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við árið 2009, með þeim orðum að hér hefði jú orðið hrun og allir yrðu að taka þátt í endurreisn landsins. Því þótti tilvalið að byrja á þeim sem lökust höfðu kjörin – öldruðum og öryrkjum.

Það er ljóst að ástin tekur á sig ýmsar myndir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur