Fimmtudagur 15.10.2015 - 14:18 - FB ummæli ()

Kafka yfirtekur Arion

Sá súrrealíski farsi sem umlykur sölu Arion banka á hlutum í Símanum til sérvalinna einstaklinga, sem hagnast um 700 milljónir á bixinu,  minnir óneytanlega á skáldskap Kafka.

Kafka brá gjarnan upp tveimur ólíkum heimum. Þessir tveir heimar skilja ekki hvorn annan og allar tilraunir til þess að skapa samband á milli þeirra reynast árangurslausar. Þeir tala hvor framhjá hinum. Umgjörðin um þá báða er hins vegar hin sama. Persónurnar í þeim báðum lifa innan sama umhverfis og það er ekkert sem aðskilur þær í tíma og rúmi, heldur óendanleg fjarlægð í hugsun.

Það er engu líkara en að Kafka hafi haft tengsl yfirmanna Arion og Símans við almenning í landinu í huga þegar hann sat við skriftir

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur