Föstudagur 16.10.2015 - 08:29 - FB ummæli ()

Er til of mikils mælst….?

Nú eru farin að leka út nöfn vildarvina Arion banka sem fengu að kaupa bréf í Símanum á afsláttarkjörum. Síðast er það nafn framkvæmdastjóra Mílu, sem fékk að vera með í samkvæminu, þó almennir starfsmenn þess fyrirtækis þættu óhæfir til þess af samkeppnisástæðum.

Er til of mikils mælst að gera kröfu til þess að upplýst verði hverjir fengu að kaupa bréf í Símanum á gengi sem var langt undir útboðsgengi?

Er til of mikils mælst að upplýst verði hvað hver og einn fékk í sinn hlut?

Og er til of mikils mælst að krefjast þess að málið verði rannsakað, þannig að tryggt sé að farið hafi verið eftir lögum og reglum þegar kom að þessu forvali á bestu vinum bankans og Símans.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur