Sunnudagur 07.02.2016 - 10:14 - FB ummæli ()

Á maður að trúa því….

Á maður að trúa því að árið 2016 séu enn til stjórnmálamenn sem vilja ekki stokka upp íslenskt fjármálakerfi, þannig að hagsmunir almennings verði hafðir að leiðarljósi?

Á maður að trúa því að enn séu til stjórnmálamenn sem eru tilbúnir til að láta almenning borga brúsann, fari svo að fjármálakerfið hrynji öðru sinni?

Svo virðist því miður vera. Við munum aldrei fá annað eins tækifæri og nú til að gera verulegar breytingar á fjármálakerfinu. Fyrsta tækifærið kom strax eftir hrun, það var því miður ekki nýtt. Vissulega voru gerðar ákveðnar breytingar á regluverki fjármálamarkaðarins, en þær gengu afar skammt.

Núna er meirihluti bankakerfisins kominn í fangið á ríkinu. Tækifærið er núna eða aldrei. Að búa til kerfi sem þjónar almenningi, kerfi þar sem viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi er aðskilin, þar sem almenningur er ekki mergsoginn af þjónustugjöldum og okurvöxtum. Að búa til banka sem vinna fyrir samfélagið.

Ætlum við að láta þetta tækifæri rennar okkur úr greipum? Ætlum við enn einu sinni að selja/gefa bankana til einkaaðila, án þess að breyta kerfinu?

Og láta almenning sitja uppi með reikninginn ef illa fer?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur