Miðvikudagur 26.10.2016 - 12:52 - FB ummæli ()

Óbærilegur léttleiki

Aflandskrónueigendur eru búnir að kaupa kampavínið til að fagna nýju vinstri stjórninni á Íslandi.

Þeir eru óvitlausir. Vita sem er að nýja vinstri stjórnin verður meðfærilegri en stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur Financial Times eftir lögmanni tveggja fjárfestingasjóða, sem eiga aflandskrónueignir, að væntanlega muni ný stjórn horfa allt öðruvísi á málin en núverandi stjórn hefur gert. Þannig gera þeir sér vonir um að hægt verði að semja um betri kjör komist vinstri flokkarnir til valda.

Þetta er eflaust rétt hjá þeim. Aflandskrónueigendur hafa alltaf litið á Framsóknarflokkinn sem sinn helsta óvin á Íslandi. Í kosningabaráttunni fyrir rúmum þremur árum hlógu fulltrúar vinstri flokkanna að Framsókn, og þá ekki síst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrir að láta sér detta í hug að hægt væri að ná í fjármagn til kröfuhafa og annarra sem áttu lokað fjármagn hérlendis. Annað kom á daginn.

Aflandskrónueigendur boða núna óbærilegan léttleika tilverunnar komist vinstri stjórn til valda.

Til að koma í veg fyrir það verður að kjósa Framsókn – XB

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur