Þriðjudagur 27.09.2016 - 07:27 - FB ummæli ()

Óvissuferðin

Kjósendur hafa val í lok október.

Þeir geta valið um áframhaldandi hagvöxt, áframhaldandi uppbyggingu, lágt atvinnuleysi og ábyrga fjármálastjórn sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa staðið fyrir. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur kaupmáttur heimila hækkað til muna, skuldir heimila lækkað og tekjur hækkað.

Því fer fjarri að uppbyggingunni sé lokið. Verulega þarf að bæta í heilbrigðiskerfið, bæta kjör aldraðra og öryrkja og verja menntakerfið, svo fátt eitt sé nefnt.

Hinn valkosturinn sem kjósendur hafa er óvissuferð í boði vinstri flokkanna og Pírata. Óvissuferðir geta vissulega verið skemmtilegar. Oftast byrja þær afar vel, en stundum verður hausverkurinn afar mikill daginn eftir.

Við höfum ekki efni á slíku árið 2016.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur