Færslur fyrir apríl, 2014

Miðvikudagur 30.04 2014 - 19:54

Nei við ESB halda upp á fyrsta maí og bjóða í kaffi

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild, ganga saman 1. maí undir merkjum Nei við ESB. Mæting er í gönguna við Hlemm kl. 13:00. Að göngu lokinni eru allir hjartanlega velkomnir í kaffi kl. 15:00-17:00 á skrifstofu Nei við ESB að Lækjartorgi 5. Gengið er […]

Þriðjudagur 22.04 2014 - 17:27

Enginn markaðsávinningur af evrusamstarfinu

Sérfræðingur á vegum Seðlabanka Grikklands hefur unnið skýrslu sem bankinn heffur birt þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að heildarávinningur af Efnahags- og myntsamstarfinu (evrusamstarfinu) frá upphafi sé enginn þegar litið er til þróunar fjármálamarkaðar. Ástæðan er sú að ávinningurinn sem varð af samstarfinu fyrstu árin sé jafn kostnaðinum sem fjármálakreppan frá 2007 skapaði. […]

Þriðjudagur 15.04 2014 - 17:11

Umsóknarferlið var á brauðfótum frá upphafi

Umsóknin um aðild Íslands að ESB 2009 var frá upphafi á brauðfótum. Á bak við hana stóð í raun aðeins einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, sem fékk forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til fylgilags við sig þvert ofan í yfirlýsta stefnu og kosningaloforð um að ekki yrði sótt um aðild. Umsókninni var þröngvað í gegn með naumum meirihluta […]

Miðvikudagur 09.04 2014 - 12:38

Lýðræðið krefst afturköllunar á ESB-umsókn

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hvetur til þess að tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB verði samþykkt.  Það eru margvísleg atriði sem mæla með samþykkt  tillögunnar. Þau atriði varða m.s. lýðræði, siðferði, fullveldismál, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og efnahagsmál, svo nokkuð sé nefnt. Hér að neðan er greint frá […]

Föstudagur 04.04 2014 - 12:59

Evrópubúar óánægðir með þróun ESB og Norðurlandabúar vilja fremur norrænt bandalag en ESB

Helmingur Dana, Svía og Finna vilja fremur sjá aukið norrænt samstarf en evrópskt. Þá eru tveir af hverjum þremur Evrópubúum ósáttir við þá þróun sem átt hefur sér stað innan ESB. Einna mest er óánægjan með ESB á Ítalíu og í Frakklandi þar sem þrír af hverjum fjórum telja að ESB hafi þróast í vitlausa […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur