Miðvikudagur 30.04.2014 - 19:54 - FB ummæli ()

Nei við ESB halda upp á fyrsta maí og bjóða í kaffi

esbneitakkHeimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild, ganga saman 1. maí undir merkjum Nei við ESB.

Mæting er í gönguna við Hlemm kl. 13:00. Að göngu lokinni eru allir hjartanlega velkomnir í kaffi kl. 15:00-17:00 á skrifstofu Nei við ESB að Lækjartorgi 5. Gengið er inn frá Lækjartorgi og er skrifsofan á annarri hæð í lyftuhúsi.

Samtökin leggja áherslu á eftirfarandi:
  1. Við óskum launafólki til hamingju með hátíðisdag verkafólks.
  2. Á Íslandi teljum við það sjálfsagt að hafa vinnu.
  3. Í Evrópusambandinu eru yfir 27 milljónir manna án atvinnu.
  4. Við teljum hagsmunum verkafólks á Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur