Þriðjudagur 13.05.2014 - 18:46 - FB ummæli ()

Klámhundum beitt fyrir ESB-vagninn

Íbúar Evrópu eru ekki hrifnir af evrunni. Þeir eru ekkert sérlega ánægðir með Evrópusambandið. Útlit er fyrir að þátttaka í kosningum til ESB-ráðgjafarþings verði lítil í lok þessa mánaðar. Hvað gera menn þá? Jú, Danir beita klámhundum fyrir kosningavagninn. Franskur stjórnmálamaður reyndi að telja ungum frönskum kjósendum trú um ágæti evrunnar og ESB með því að þeir geti farið óhindrað yfir landamærin til Þýskalands og keypt sig inn á klámmynd án þess að þurfa að kaupa þýsk mörk fyrst.

Hér að neðan getur að líta örstuttar fréttir af Heimssýnarvefnum um þetta með viðeigandi tilvísunum: 

 

Dóna- og ruddalegar ESB-kosningaauglýsingar

Ofbeldi og klám er notað til að lokka kjósendur á kjörstað í kosningum til ESB-ráðgjafarþingsins, en það hefur jú eins og flestir vita lítil völd. Dönum er mörgum mjög misboðið yfir ruddafenginni myndbands-auglýsingu sem birt hefur verið, en Eyjan.is greinir frá þessu.

Klámið virðist vera fleiri ESB-forkólfum hugleikið. Skammt er síðan franskur ESB-stjórnmálamaður reyndi að útskýra fyrir ungum frönskum kjósendum ágæti ESB og evru með því að nú gæti hann farið yfir til Þýskalands á klámbíó án þess að sýna vegabréf og hann gæti nú notað evrurnar sínar til að borga fyrir aðgöngumiða.

Ja, hérna!

 

Íbúar Evrópu treysta ekki ESB samkvæmt könnum

Hvernig má það vera að meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins beri ekki traust til sambandsins eins og ný skoðanakönnun þess leiðir í ljós? Þannig er metið að alls 59% íbúa Evrópu treysti ekki sambandinu. Mest er vantraustið í garð ESB á Kýpur eða 74%.

 

Evrópubúar eru áhugalausir um ESB og evru

Evrópubúar eru almennt ekkert sérlega hrifnir af evrunni. Heil 43% prósent íbúanna vilja ekki hafa hana. Heil 65 prósent Pólverja vilja ekki sjá evruna en verða samt að taka hana upp fyrst þeir samþykktu aðildarsamning við ESB. 71 prósent Tékka vilja ekki taka evruna upp – en neyðast þó til þess.

Svona er ESB. Stór hluti Evrópubúa vilja ekki sjá það sem því fylgir.

 

70 prósent Norðmanna á móti aðild að ESB

Það er mikill og stöðugur meirihluti í Noregi gegn því að landið gangi í ESB. 70% vilja ekki ganga í ESB og aðeins 20% eru hlynnt því.

Mbl.is greinir frá þessu.

 

Helmingur Íslendinga á móti aðild að ESB – 57% þeirra sem taka afstöðu

Alls er um helmingur Íslendinga á móti aðild að Evrópusambandinu. Sé einungis tekið mið af þeim sem taka afstöðu eru 57% Íslendinga á móti aðild að ESB. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun MMR. Þeim hefur fjölgað um hálft prósent sem eru á móti aðild að ESB. Óákveðnum hefur fækkað úr rúmum 17% í rúm 13% og þeim sem eru fylgjandi aðild hefur fjölgað úr rúmum 33% í rúm 37%.

Það er því stöðugur og öruggur meirihluti gegn því að Ísland gangi í ESB.

 

Flokkar: Dægurmál · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur