Össur Skarphéðinsson virðist vera verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB. Hann ætti að vita betur, auk þess sem öllum er ljóst að Ísland er ekki á leiðinni inn í ESB.
Forystumenn beggja vegna Atlantshafsins hafa lýst yfir stuðningi við að helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna og Evrópusambandsins fái aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi. Þar á meðal er Ísland. Þar hefur enginn sett það sem skilyrði að Ísland verði áfram umsóknarríki að sambandinu.
Framferði Össurar verður því að teljast mjög sérstakt.