Mánudagur 24.11.2014 - 18:11 - FB ummæli ()

Er Össur örvæntingarfullur vegna ESB-umsóknar?

ossurÖssur Skarphéðinsson virðist vera verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði  skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB. Hann ætti að vita betur, auk þess sem öllum er ljóst að Ísland er ekki á leiðinni inn í ESB.

Forystumenn beggja vegna Atlantshafsins hafa lýst yfir stuðningi við að helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna og Evrópusambandsins fái aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi. Þar á meðal er Ísland. Þar hefur enginn sett það sem skilyrði að Ísland verði áfram umsóknarríki að sambandinu.

Framferði Össurar verður því að teljast mjög sérstakt.

 

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur