Ég er alþjóðasinni og hlynnt góðum samskiptum þjóða á meðal. Nú er ég tímabundið flutt til ESB-lands, Þýskalands, til að starfa þar. Vinnufélagar mínir eru alls staðar að úr heiminum, frá Kirgistan og Ástralíu, Perú og Síberíu, Singapore og Argentíu. Þeir sem koma frá löndum utan ESB þurfa eilíflega að standa í stappi við ,,kerfið“ sem vill eiginlega ekki sjá fólk sem kemur frá löndum utan ESB. Mér finnst hálf vandræðalegt að tilheyra forréttindaklúbbnum sem hyglar fólki frá ,,sínum“ löndum og lýtur að miklu leyti lögmálum sem sköpuð eru af stórfyrirtækjum og sterkustu hagsmunaaðilum sem hafa afl til að tala máli sínu í hinu miðstýrða ESB-veldi skrifræðisins í Brussel.
Svo segir Anna Ólafsdóttir Björnsson í nýlegu bloggi sínu.
Ýmsir aðrir vitna um sín sjónvarmið á myndböndum sem áhugahópur hefur sett á YouTube undir merkjum Nei vi ESB. Ein þeirra er Erna Bjarnadóttir, sjá hér: https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=9136a1c_Y9o
Anna Ólafsdóttir Björnsson segir nánar um sín sjónarmið:
Þetta eru mínar ástæður, ekki þær einu, en vega þungt. Mamma, sem var á Þingvöllum 17. júní 1944 í hellirigningu, vill alls ekki sjá að við töpum sjálfstæði okkar aftur, Henrik frændi minn i Danmörku var að nálgast tírætt þegar hann sagði við mig að hann vildi eiginlega ekki deyja fyrr en Danmörk væri komin út úr ESB, en hins vegar nennti hann ekki heldur að lifa sumarið, af því það þurfti nefnilega að gera við þakið á húsinu hans. Og hér eru enn fleiri ástæður, sumar þær sömu og ég hef þegar viðrað, en líka svo margar aðrar.