Miðvikudagur 29.04.2015 - 23:09 - FB ummæli ()

Við höfum öll okkar ástæður fyrir því að vilja standa utan ESB

AnnaOlafsdottirBjpörÉg er alþjóðasinni og hlynnt góðum samskiptum þjóða á meðal. Nú er ég tímabundið flutt til ESB-lands, Þýskalands, til að starfa þar. Vinnufélagar mínir eru alls staðar að úr heiminum, frá Kirgistan og Ástralíu, Perú og Síberíu, Singapore og Argentíu. Þeir sem koma frá löndum utan ESB þurfa eilíflega að standa í stappi við ,,kerfið“ sem vill eiginlega ekki sjá fólk sem kemur frá löndum utan ESB. Mér finnst hálf vandræðalegt að tilheyra forréttindaklúbbnum sem hyglar fólki frá ,,sínum“ löndum og lýtur að miklu leyti lögmálum sem sköpuð eru af stórfyrirtækjum og sterkustu hagsmunaaðilum sem hafa afl til að tala máli sínu í hinu miðstýrða ESB-veldi skrifræðisins í Brussel.

Svo segir Anna Ólafsdóttir Björnsson í nýlegu bloggi sínu.

Ýmsir aðrir vitna um sín sjónvarmið á myndböndum sem áhugahópur hefur sett á YouTube undir merkjum Nei vi ESB. Ein þeirra er Erna Bjarnadóttir, sjá  hér: https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=9136a1c_Y9o 

Anna Ólafsdóttir Björnsson segir nánar um sín sjónarmið:

Þetta eru mínar ástæður, ekki þær einu, en vega þungt. Mamma, sem var á Þingvöllum 17. júní 1944 í hellirigningu, vill alls ekki sjá að við töpum sjálfstæði okkar aftur, Henrik frændi minn i Danmörku var að nálgast tírætt þegar hann sagði við mig að hann vildi eiginlega ekki deyja fyrr en Danmörk væri komin út úr ESB, en hins vegar nennti hann ekki heldur að lifa sumarið, af því það þurfti nefnilega að gera við þakið á húsinu hans. Og hér eru enn fleiri ástæður, sumar þær sömu og ég hef þegar viðrað, en líka svo margar aðrar.

Mér finnst reyndar merkilegt að hér í Hamborg sé ég aldrei fána ESB blakta, bara fána Hamborgar, Þýskalands og ef ég skrepp í golf til Glindi þá er það fáni Slésvíkur-Holstein og einhver annar héraðsfáni í Buxtehude og Stade. Mér finnst þetta notalegt, mér finnst alltaf sætt þegar fólk tengist nærumhverfi sínu vel. ,,Think globally, act locally“ er sagt í öðru samhengi, en á alltaf við. Man að það stakk mig svolítið í fríi í Portúgal að sjá jafnvel minnstu girðingarstubba merkta ESB í bak og fyrir eins og verið væri að segja: Þessi girðing er í boði ESB …
Sjá nánar hér:

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur