Þriðjudagur 12.05.2015 - 17:49 - FB ummæli ()

Skrúfa saman ESB-sprengjur í íslenskum sveitum?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er á móti því að Ísland gangi í ESB. Hann lýsir hér afstöðu sinni í örstuttu máli. Meðal ástæðna fyrir afstöðu sinni nefnir Haraldur óljósa og flókna lýðræðiskeðju í ESB, með öðrum orðum þann lýðræðishalla sem einkennir sambandið. Þá nefnir Haraldur að Evrópusambandið hafi margsinnis lýst því yfir að það muni í framtíðinni sinna hagsmunum sínum með hervaldi.

Í því sambandi nefnir Haraldur að það yrði ófögur framtíðarsýn ef það ætti að verða til að leysa vandamál vegna brottfalls úr íslenskum skólum að senda ungmenni í ESB-herinn eða að leysa atvinnumál í sveitum landsins með því að skrúfa saman ESB-sprengjur.

Sjá viðtalið hér:

Haraldur Ólafsson: Íslensk ungmenni í ESB-herinn?

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur