Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er á móti því að Ísland gangi í ESB. Hann lýsir hér afstöðu sinni í örstuttu máli. Meðal ástæðna fyrir afstöðu sinni nefnir Haraldur óljósa og flókna lýðræðiskeðju í ESB, með öðrum orðum þann lýðræðishalla sem einkennir sambandið. Þá nefnir Haraldur að Evrópusambandið hafi margsinnis lýst því yfir að það muni í framtíðinni sinna hagsmunum sínum með hervaldi.
Í því sambandi nefnir Haraldur að það yrði ófögur framtíðarsýn ef það ætti að verða til að leysa vandamál vegna brottfalls úr íslenskum skólum að senda ungmenni í ESB-herinn eða að leysa atvinnumál í sveitum landsins með því að skrúfa saman ESB-sprengjur.
Sjá viðtalið hér:
Haraldur Ólafsson: Íslensk ungmenni í ESB-herinn?