Föstudagur 26.02.2016 - 17:51 - FB ummæli ()

Göran Persson spáir hruni evrunnar

GoranperssonEinn helsti þungaviktarmaður jafnaðarmanna og Norðurlanda í evrópskri pólitík síðustu áratugina, forsætisráðherrann fyrrverandi í Svíþjóð, Göran Persson, segir í viðtali við sænska fjármáladagblaðið Dagens Industri í gær að stærsta ógnin sem ESB standi frammi fyrir sé hvorki úrsögn Breta né flóttamannavandinn heldur ný fjármálakreppa sem gæti kippt fótunum undan evrunni.

Göran Persson lék aðalhlutverkið í sænskum stjórnmálum frá 1994 til 2006 þegar hann fyrst sem fjármálaráðherra átti stóran þátt í því að Svíar gerðust aðilar að ESB og síðan sem forsætisráðherra frá 1996 til 2006.

Persson segir að lágvaxtastefna Seðlabanka evrunnar og fleiri seðlabanka sé helsta ástæðan fyrir þeirri ógn sem sé að byggjast upp gegn fjármálakerfinu. Hann segir að fjármálabólur séu að blása út sem geti sprungið fyrr en varir með látum. Persson óttast að eitt af stóru evrulöndunum muni lenda í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar og slíka erfiðleika muni fjármálakerfið á evrusvæðinu og í ESB ekki ráða við.

Persson segir í viðtalinu að fari Bretar úr ESB gæti það auðveldað frekari samruna þeirra ríkja sem eftir verða. Hins vegar gæti þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi í júní um aðild að ESB orðið kveikjan að þeirri nýju fjármálakreppu sem hann óttast að skelli á. En jafnvel þótt atkvæðagreiðslan í Bretlandi verði ekki kveikjan að þeirri kreppu þá verði undirliggjandi fjármálavandi evrunnar tifandi tímasprengja sem geti sprungið hvenær sem er.

Naumur meirihluti Svía samþykkt aðild að ESB árið 1994 eða 52%. Árið 2004 höfnuðu 56% Svía því að taka upp evruna og samkvæmt síðustu könnunum hafa tæplega 80% Svía verið á móti evrunni.

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur