Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 29.04 2018 - 12:41

Árétting Heimssýnar vegna orkusambands Evrópusambandsins

Aðild að Orkustofnun Evrópusambandsins, ACER gæti brotið í bága við stjórnarskrá Íslands og því ættu þingmenn að íhuga að hafna þingsályktunartillögu eða frumvarpi um innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks Evrópusambandsins í EES-samninginn.   Aðragandi Árétting þessi er rituð í andmælaskyni við minnisblað frá Ólafi Jóhannesi Einarssyni, lögmanni og fyrrum framkvæmdastjóra hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem […]

Þriðjudagur 27.02 2018 - 17:52

Orkumál til umræðu hjá Heimssýn

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars næstkomandi á Hótel Sögu við Hagatorg. Hann hefst klukkan 17.15 með hefðbundinni aðalfundardagskrá, en klukkustund síðar, eða klukkan 18.15 hefst svo opinn fundur með Kathrine Kleveland, formanni Nei til Eu í Noregi. Kathrine mun einkum fjalla um innleiðingu orkulöggjafar ESB í EES-samninginn.  Fyrirhugað er að setja á stofn orkueftirlit sem […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 22:31

Þetta sögðu þau um ESB í kvöld!

Umræðurnar um ESB-málin í kosningasjónvarpinu áðan voru um margt áhugaverðar. Fram kom að Birgitta og Píratar geta ekki gert upp hug sinn, Þorgerður og Viðreisn reyna að láta líta út fyrir að vera ekki alveg viss um hvort þau vilji í ESB, og Össur og Samfylking vilja ennþá inn í þetta brennandi hús eins og Jón […]

Miðvikudagur 06.01 2016 - 18:20

Tíu rökum ESB-aðildarsinna svarað

Fyrir stuttu var hér fjallað um tólf ástæður til að forðast aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðildarsinnar greindu nýverið frá tíu ástæðum sem þeir töldu mæla með aðild. Hér verður þeim málflutningi aðildarsinna svarað lið fyrir lið:   Lægra matvælaverð á Íslandi? ESB-sinnar nefna að verð á landbúnaðarvörum gæti í einhverjum tilvikum lækkað örlítið ef vörurnar […]

Laugardagur 28.11 2015 - 16:00

Hornsteinar ESB hrynja og þar með ESB sjálft

Orð forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, eru enn ein staðfesting þess að Evrópusambandið þolir ekki áföll. Fjármálakreppan sýnir að evrusamstarfið gengur ekki upp. Straumur flóttamana sýnir að Schengen-samstarfið virkar ekki. Þar með er búið að kippa tveimur af fjórum hornsteinum undan ESB-samstarfinu. Schengen og evran gætu tekið allt ESB með sér í fallinu. Pólitísk græðgi sjálfskipaðra leiðtoga […]

Miðvikudagur 18.11 2015 - 12:33

Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild

Það eru margar ástæður til að hafna aðild Íslands að ESB. Með aðild að Evrópusambandinu myndu áhrif og völd færast í ríkari mæli til Brussel og grundvöllur velferðar íslensku þjóðarinnar yrði ótryggari. Hér að neðan eru nefndar tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild:   Úrslitavald yfir auðlindum Það er grundvallarregla hjá ESB að stofnanir þess […]

Laugardagur 24.10 2015 - 11:11

Jón og Jóhanna endurkjörin til forystu í Heimssýn

Á aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var á fimmtudagskvöldið var Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endurkjörinn formaður Heimssýnar, en hann hefur gegnt því embætti í eitt ár. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var einnig endurkjörin varaformaður Heimssýnar, en hún hefur einnig gegnt því embætti í eitt ár. Stjórn Heimssýnar var að öðru leyti að mestu […]

Miðvikudagur 08.07 2015 - 13:10

Sigur lýðræðisins í Grikklandi

Gríska þjóðin hafnaði einhliða úrslitakostum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. 62% sögðu nei við kröfum ESB. Forystumenn ESB og AGS höfðu hótað grísku þjóðinni einangrun og að setja efnahag landsins í rúst ef þeir höfnuðu kröfum þeirra. Það var m.a. krafist mikils niðurskurðar elli- og örorkulífeyris, stórfelldrar hækkunar virðisaukaskatts á  nauðsynjavörum, m.a. á lyfjum, og […]

Miðvikudagur 29.04 2015 - 23:09

Við höfum öll okkar ástæður fyrir því að vilja standa utan ESB

Ég er alþjóðasinni og hlynnt góðum samskiptum þjóða á meðal. Nú er ég tímabundið flutt til ESB-lands, Þýskalands, til að starfa þar. Vinnufélagar mínir eru alls staðar að úr heiminum, frá Kirgistan og Ástralíu, Perú og Síberíu, Singapore og Argentíu. Þeir sem koma frá löndum utan ESB þurfa eilíflega að standa í stappi við ,,kerfið“ […]

Fimmtudagur 02.04 2015 - 16:32

Þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu

Samfylkingin og fylgiflokkar hennar skila nánast auðu í ESB-málum. Það er niðurstaða Óðins Sigþórssonar, fyrrverandi formanns samtakanna Nei við ESB, í grein sem birt var í Morgunblaðinu í vikunni. Þar segir hann að með framkominni þingsályktunartillögu um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort taka skuli upp áframhaldandi viðræður við ESB um aðildarumsókn sé verið að forðast umræðu […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur