Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 25.03 2015 - 22:40

Afturköllun umsóknar um aðild að ESB

Miklu moldviðri hefur undanfarið verið þyrlað upp í kjölfar þess að utanríkisráðherra tilkynnti ESB bréflega að ríkisstjórn Íslands hygðist ekki taka að nýju upp viðræður um aðild landsins að ESB. Hvað sem líður túlkun annarra en bréfritara á efni þess þá er sannleikurinn sá að aðlögunarviðræður Íslands við ESB hafa legið niðri í 4 ár […]

Sunnudagur 01.03 2015 - 08:30

Svíþjóð hefur tapað allt of miklu valdi til ESB

Svíþjóð á að gera eins og Holland, þ.e. að meta áhrif áranna í ESB og útbúa lista yfir þau atriði sem gera þarf til að færa völdin til Svíþjóðar aftur. Verði gerðir nýir samningar við ESB verður sænska þjóðin að taka afstöðu til þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í grein sem Hans Lindqvist birtir á […]

Þriðjudagur 17.02 2015 - 18:50

60% landsmanna myndu hafna ESB

Þegar reiknað er með þeim sem taka afstöðu í könnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn eru 60 prósent sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB. Þegar tekið er mið af því að 18% svarenda eru hvorki hlynntir né andvígir inngöngu þá eru 32,8% fylgjandi og 49,1% andvígir inngöngu. Könnun Capacent var framkvæmd  á bilinu 29. […]

Sunnudagur 08.02 2015 - 18:52

Styrmir um stóru myndina af þróun Evrópu

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar feykilega góða yfirlitsgrein um misheppnaðar sameiningartilraunir og þróunina í Evrópu að undanförnu, en greinin var birt í Morgunblaðinu í gær. Þar færir Styrmir meðal annars rök fyrir því hversu mikilvægt það er að afturkalla umsóknina um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Grein Styrmis er birt hér í heild sinni: Þetta er stóra […]

Föstudagur 09.01 2015 - 15:53

Ísland frjálst utan ESB

Það að Ísland er umsóknarríki að ESB veitir ESB rétt til ýmissa afskipta af innanríkismálum hér á landi svo sem að vera hér með sérstakan sendiherra og reka áróðursskrifstofu eins og Evrópustofu sem annars væri ekki heimilt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, ritar og er birt […]

Mánudagur 08.12 2014 - 00:41

Ólga innan Seðlabanka Evrópu

Svo virðist sem Mario Draghi aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu eigi nú á brattann að sækja með hugmyndir sínar um næstu aðgerðir til björgunar evrunni. Fjölmiðlar í álfunni greina frá því að um helmingur af æðstu framkvæmdastjórn bankans hafi snúist gegn hugmyndum Draghis, þar á meðal fulltrúar Þýskalands og Frakklands. Þeir hafi neitað að skrifa undir síðustu yfirlýsingar […]

Laugardagur 29.11 2014 - 11:20

Stuðlar ESB að friði?

Því er haldið fram að Evrópusambandið stuðli að friði. Fátt er fjarri sanni. Vissulega var friður í Evrópu forsenda þess að ESB varð til. Sambandið hefur hins vegar ekki tryggt frið í Evrópu. Þvert á móti. ESB hefur stuðlað að ófriði, ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í fleiri heimsálfum, bæði í Afríku og Asíu. […]

Mánudagur 24.11 2014 - 18:11

Er Össur örvæntingarfullur vegna ESB-umsóknar?

Össur Skarphéðinsson virðist vera verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði  skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB. Hann […]

Sunnudagur 02.11 2014 - 23:07

Stórríki ESB herða stjórnina

Í gær breyttust valdahlutföllin í ESB stóru ríkjunum í hag. Atkvæðavægi minnstu ríkjanna er nánast ekkert og ef Ísland yrði aðili að ESB yrði atkvæðavægið vart teljandi. Atkvæðavægi lítilla aðildarríkja ESB minnkaði um helming en vægi Þýskalands nær tvöfaldaðist við það að ákvæði Lissabon-sáttmálans tóku gildi. Það fékk ekkert ríki að kjósa um Lissabon-sáttmálann í […]

Þriðjudagur 29.07 2014 - 16:20

Nauðsynlegt að afturkalla umsóknina

Það er nauðsynlegt að afturkalla umsóknina um aðild að ESB, segir Erna Bjarnadóttir í grein sem birt var í Morgunblaðinu föstudaginn 18. julí síðastliðinn. Grein Ernu, sem er í stjórn Heimssýnar, er birt hér í heild sinni:   Síðustu vikuna hafa hver stórtíðindin eftir önnur borið að sem varða hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Allt hefur […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur