Nú er komið að því. Skýrsla með úttekt um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess verður birt á morgun. Þá fáum við vita nánar um Evrópusamrunann og þróun ESB í átt til sambandsríkis. Jafnframt fáum við að vita nánar um bág kjör ungs fólks, kvenna og fólks á jaðarsvæðunum. Skýrslan verður lögð fram á […]
Í ljósi þeirrar þróunar sem átti sér stað allt síðasta kjörtímabil, þegar þáverandi stjórn klúðraði því tækifæri sem hún hafði á að koma Íslandi inn í ESB, og í ljósi síðustu kosninga og núverandi stjórnarsamstarfs er alveg ljóst að það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stjórnarflokkarnir ljúki ferlinu formlega með því að draga umsóknina […]
Málþing Vefpressunnar um snjóhengjuna var forvitnilegt fyrir margra hluta sakir. Seðlabankastjóri sló fram nýyrði um krónueignir kröfuhafa sem ólmir vilja breyta þeim í erlendan gjaldeyrir og flytja úr landi. Nú skal það heita kvikar krónur. Mesta athygli vöktu þó yfirlýsingar fyrrverandi fjármálaráðherra Katrínar Júlíusdóttir. í stuttu erindi sínu lýsti hún þeim stóru vandamálum sem við […]
Egill Helgason setur fram vanhugsaða færslu á Eyjubloggi sínu þar sem hann fullyrðir að engin aðlögun eigi sér stað í aðildarferli umsóknarríkis að ESB. Rökin fyrir þessu segir hann helst þau að verði ekki af aðild þurfi ekki að vinda ofan af aðlögunarferlinu undanfarin 4 ár. Fullyrðir hann að samningaferlið sé nefnt aðlögun í áróðurskyni. […]
Nokkur umræða hefur verið um hvort Ísland geti í samningum um aðild að ESB fallið undir ákvæð í Lissabon-sáttmálanum um svokölluð ystu svæði innan ESB. Jón Sigurðsson fv. formaður Framsóknarflokksins vekur athygli á þessu í grein sem hann skrifar á vefsvæði Pressunnar nýverið en þessar reglur má rekja til Rómarsáttmálans og eru einsskonar þróunaraðstoð ESB […]
Nú liggur fyrir að þeir stjórnmálaflokkar vinna saman að myndun ríkisstjórnar á Íslandi sem eru þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB og að stöðva beri viðræður um aðild að sambandinu. Þessi skoðun kemur skýrt fram í samþykktum æðstu stofnana flokkanna. Jafnframt eru þessir flokkar þeirrar skoðunar að ef það ætti á […]