Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 17.02 2015 - 18:50

60% landsmanna myndu hafna ESB

Þegar reiknað er með þeim sem taka afstöðu í könnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn eru 60 prósent sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB. Þegar tekið er mið af því að 18% svarenda eru hvorki hlynntir né andvígir inngöngu þá eru 32,8% fylgjandi og 49,1% andvígir inngöngu. Könnun Capacent var framkvæmd  á bilinu 29. […]

Sunnudagur 08.02 2015 - 18:52

Styrmir um stóru myndina af þróun Evrópu

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar feykilega góða yfirlitsgrein um misheppnaðar sameiningartilraunir og þróunina í Evrópu að undanförnu, en greinin var birt í Morgunblaðinu í gær. Þar færir Styrmir meðal annars rök fyrir því hversu mikilvægt það er að afturkalla umsóknina um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Grein Styrmis er birt hér í heild sinni: Þetta er stóra […]

Miðvikudagur 21.01 2015 - 08:55

Vinstri græn vilja ekki í ESB

Á landsfundi vorið 2013 ályktaði VG um Evrópusambandsmálin að Íslandi væri best borgið utan ESB. Flokkurinn vildi setja aðildarviðræðum tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. Það ár er nú löngu liðið.  Á landsfundi flokksins árið 2011 samþykkti VG: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar […]

Föstudagur 09.01 2015 - 15:53

Ísland frjálst utan ESB

Það að Ísland er umsóknarríki að ESB veitir ESB rétt til ýmissa afskipta af innanríkismálum hér á landi svo sem að vera hér með sérstakan sendiherra og reka áróðursskrifstofu eins og Evrópustofu sem annars væri ekki heimilt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, ritar og er birt […]

Laugardagur 29.11 2014 - 11:20

Stuðlar ESB að friði?

Því er haldið fram að Evrópusambandið stuðli að friði. Fátt er fjarri sanni. Vissulega var friður í Evrópu forsenda þess að ESB varð til. Sambandið hefur hins vegar ekki tryggt frið í Evrópu. Þvert á móti. ESB hefur stuðlað að ófriði, ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í fleiri heimsálfum, bæði í Afríku og Asíu. […]

Mánudagur 24.11 2014 - 18:11

Er Össur örvæntingarfullur vegna ESB-umsóknar?

Össur Skarphéðinsson virðist vera verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði  skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB. Hann […]

Þriðjudagur 18.11 2014 - 23:52

Evrusvæðið – Ísland: 0 – 3

Síðasti áratugur á evrusvæðinu hefur orðið að engu. Hve lengi getur þetta gengið þegar jafnvel Ísland hefur skotið svæðinu ref fyrir rass? Þannig spyr pistlahöfundur í Svenska Dagbladet, Per Lindvall, sem Gústaf Adolf Skúlason vekur athygli á – en pistillinn er hér í lauslegri endursögn. Per Lindvall minnir á að hagvöxtur á evrusvæðinu hafi á síðasta ársfjórðungi verið […]

Miðvikudagur 05.11 2014 - 15:58

Útlendingar eignast kvóta Breta

Mail Online heldur því fram að eitt hollenskt risaskip geti nýtt 23% af þeim fiskveiðikvóta sem Evrópusambandið úthlutar Bretum í eigin landhelgi. Nær helmingur, eða 43%, kvótans eru í höndum erlendra aðila. Hollendingurinn nær í fiskinn við Bretlandsstrendur og landar honum að mestu í Hollandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum í Bretlandi eru 23% af kvótanum bundinn við eitt sex þúsund […]

Fimmtudagur 26.06 2014 - 13:33

ESB skelfur

ESB skelfur. Það er enn titringur vegna kosninga til ESB-þingsins. Stór hluti Evrópubúa er hundóánægður með Evrópusambandið og Bretar eru á útleið.   Þórarinn Hjartarson kemur inn á þetta í athyglisverðri grein sem birt var í Fréttablaðinu og á Visir.is. Hann byrjar á því að tengja umræðuna við hina pólitísku hreinstefnu sem Samfylkingin með Dag […]

Sunnudagur 18.05 2014 - 11:03

Vinstri menn þjóna þýsku auðvaldi

Vinstri menn hér á landi í dag þjóna þýsku auðvaldi sem hefur síðustu öldina leitast við að auka athafnarými sitt. Þetta er ein af ályktunum sem draga má af athyglisverðri grein sem Þórarinn Hjartarson ritaði á vef Vinstrivaktarinnar fyrir nokkru. Greinin er hér endurbirt í heild sinni.    Stórauðvaldið hefur almennt ekki mjög ákveðnar pólitískar […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur