Þriðjudagur 05.10.2010 - 19:00 - FB ummæli ()

Hvar eru mínar afskriftir?

Egozentric Designs®©, París, London, New York, Róm er stolt af því að kynna nýjasta bolinn sinn. Hann er að þessu sinni ekki hannaður fyrir viðskiptavin, heldur stofuna sjálfa, enda fór stofan, eins og svo margir aðrir, fremur geyst á árunum fyrir hrun og tók lán sem nutu gengistryggingar. En svo virðist sem stofan hafi ekki verið nógu stórtæk. Aðalhönnuðurinn hefði mátt segja sér það sjálfur, maðurinn sem á mannamótum þuldi jafnan spekina „skuldirðu lítið á bankinn þig, skuldirðu mikið átt þú bankann,“ til að sýnast gáfulegur.

Bolurinn er þýðing á hönnun sem stofan hefur gert fyrir erlenda viðskiptavini (Where is my bailout?).

Vertu harður á þínu og sýndu stjórnvöldum og bankavöldum enga miskunn. Stærð 1-100. Litur: Rauður. Bolurinn er sem fyrr úr óviðjafnanlegri bómull, þrælatíndri með berum, blóðugum höndum á Madagaskar. Verð aðeins 19900 krónur. 0,05% af sendingarkostnaði rennur óskipt til afskriftasjóðs Íslandsbanka.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur