Föstudagur 10.02.2012 - 16:42 - FB ummæli ()

Vanræksla Sjálfstæðisflokksins

Höfnun ÁTVR á að taka rauðvín með merki hljómsveitar á flöskunni („Nafn hljómsveitarinnar er vísun í notendur hins ólöglega fíkniefnis amfetamíns ásamt því að textar við lög hljómsveitarinnar fjalli iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna.“) er ágætis dæmi um hve Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið illa að ráði sínu undanfarin ár. Hann átti að vera búinn að leggja niður ríkiseinokunarvínsöluna fyrir lifandis löngu. En í staðinn þurfum við að horfa upp á flónsku sem viðgengst helst í einræðis- og trúarofstækisríkjum. Næst þegar við hlæjum að ruglinu í Norður Kóreu, Kúbu eða Íran og vorkennum vesalings fólkinu sem þar býr, skulum við líta okkur nær.

Ég nefni Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að innan hans vébanda, flokksmenn sem stuðningsmenn, er lang stærsti hópurinn sem er áfram um viðskiptafrelsi og valfrelsi, fyrir utan að slík mál eru grundvallaratriði í hugsjón hans.

Engin von er til þess að í öðrum flokkum finnist jafn stór hópur og allra síst hjá gömlu kommúnistunum í VG. Formaður og stofnandi þess flokks vildi meira að segja ekki leyfa þjóðinni að eiga valkost um bjór. Er hægt að vera aftar á merinni en það?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur