Ýmsir fræðimenn bundust samtökum um að dreifa fræjum ótta og skelfingar á Íslandi þegar útlit var fyrir að Alþingi myndi ekki samþykkja hinn frábæra Icesave-samning Kúbuvinarins Svavars Gestssonar. Gildir limir samtakanna voru:
- Gylfi Magnússon sem sagði að Ísland yrði eins og Kúba norðursins.
- Þórólfur Matthíasson sem sagði að Ísland lenti á sama stalli og Kúba og Norður-Kórea.
- Guðni Th. Jóhannesson sem sagði að Ísland yrði jafn einangrað og Norður-Kórea eða Myanmar.

„En augljóslega, ef Ísland ætlar að segja, við ætlum ekki að samþykkja þetta, þá myndi það gera okkur álíka einangruð og lönd eins og Norður-Kórea eða Myanmar. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandsaðild.“ – Guðni Th. Jóhannesson í Grapevine í júní 2009.
Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram í aðdraganda forsetakosninganna. Ég fyrir mitt leyti, sem var á móti Icesave-samningnum í öllum útgáfum hans, get ekki með góðri samvisku kosið mann sem brást landi sínu og þjóð jafn hrapallega og raun ber vitni.