Mánudagur 30.05.2016 - 17:15 - FB ummæli ()

Fræ ótta og skelfingar

Ýmsir fræðimenn bundust samtökum um að dreifa fræjum ótta og skelfingar á Íslandi þegar útlit var fyrir að Alþingi myndi ekki samþykkja hinn frábæra Icesave-samning Kúbuvinarins Svavars Gestssonar. Gildir limir samtakanna voru:

  • Gylfi Magnússon sem sagði að Ísland yrði eins og Kúba norðursins.
  • Þórólfur Matthíasson sem sagði að Ísland lenti á sama stalli og Kúba og Norður-Kórea.
  • Guðni Th. Jóhannesson sem sagði að Ísland yrði jafn einangrað og Norður-Kórea eða Myanmar.
UmmæliGuðna2

„En augljóslega, ef Ísland ætlar að segja, við ætlum ekki að samþykkja þetta, þá myndi það gera okkur álíka einangruð og lönd eins og Norður-Kórea eða Myanmar. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandsaðild.“ – Guðni Th. Jóhannesson í Grapevine í júní 2009.

Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram í aðdraganda forsetakosninganna. Ég fyrir mitt leyti, sem var á móti Icesave-samningnum í öllum útgáfum hans, get ekki með góðri samvisku kosið mann sem brást landi sínu og þjóð jafn hrapallega og raun ber vitni.

icesaveheimsendir2

Þessi bolur var hannaður þegar samtök fræðimanna stráðu fræjum ótta og skelfingar á Íslandi. Svei mér þá ef ég á hann ekki í stærð Icesave-Guðna.

Flokkar: Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur