Sunnudagur 19.06.2016 - 13:09 - FB ummæli ()

Vöxtur og viðgangur rentukóngsins

Búvörusamningarnir sem undirritaðir voru í vetur sýna að vöxtur og viðgangur rentukóngsins er í góðu meðallagi á Íslandi. Það er einkar ánægjulegt vegna þess að rentukóngurinn er eins og lúpínan og framræsluskurðirnir, ómissandi hluti af landslaginu.

Rentukóngurinn á það sameiginlegt með beitukónginum að beygjast eins. Að öðru leyti eru þeir býsna ólíkir. En þótt rentukónginn sé víða að finna er eðli hans og lunderni um margt á huldu.

Buvorusamningar

Bændablaðið 1. mars 2016. Búvörusamningar undirritaðir. Íslenski fáninn er sjaldnast langt undan þegar rentukóngar hittast vegna þess að þeir elska landið sitt og renturnar af því.

Rentukóngurinn hefur nokkra framúrskarandi mannkosti: Hann er einkar útsjónarsamur og séður og er haldinn meiri ættjarðarást en meðaljóninn — hann bókstaflega elskar landið sitt og renturnar af því — og hann er sérstaklega snjall í samningum. Eða hvað er það annars annað en einstök snilligáfa að ná virkilega góðum búvörusamningi við aðila sem á engan fulltrúa við samningsborðið?

Já, rentukóngurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Til að varpa betra ljósi á hann þarf ekki annað en að líta til íslandssögunnar. Nánar tiltekið á þegar flugrútunum var skipt milli Flugfélags Íslands og Loftleiða 1952.

Meira um það síðar.

Flokkar: Dægurmál · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur