Laugardagur 15.07.2017 - 20:47 - FB ummæli ()

„Við ræddum um ættleiðingar“

„Við ræddum um ættleiðingar,“ sagði Natalia Veselnitskya lögfræðingur frá Rússlandi um fundinn sem hún átti með Donald Trump yngri ofl. sl. sumar. Af hverju skyldi þessi rússnesski lögfræðingur vilja ræða ættleiðingar? Jú, það er vegna þess að vinir hennar í glæpaklíkunni sem er æðsta stjórn Rússlands eru ósáttir við Magnitsky-lögin — bandarísku lögin sem Bill Browder fjárfestir á að hluta heiður af. Lögin frysta eigur, banna viðskipti og hamla ferðum þeirra sem báru ábyrgð á dauða lögfræðings Bill Browders, Sergei Magnitsky. Um 40 einstaklingar, þar á meðal æðsti yfirmaður ríkislögreglu Kremlverja, eru á listanum. Viðbrögð Pútíns voru ekki þau að draga hina seku til ábyrgðar heldur að banna ættleiðingar munaðarlausra barna frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Stórmannlegt, eða hitt þó heldur.

Um þetta er fjallað í nýjasta „Planet Money“ þættinum sem er framleiddur af „National Public Radio“ í Bandaríkjunum. Bill Browder rekur sögu sína í stuttu máli og aðdragandann að setningu Magnitsky-laganna, en bók hans Red Notice kom út á íslensku og undir titlinum Eftirlýstur. Frábærlega upplýsandi bók um hvaða mann Pútín og vesalingarnir í hjörð hans hafa að geyma.

Rússnesski lögfræðingurinn Natalia Veselnitskya. Hún hefur þann starfa að reyna að fá Magnitsky-lögunum hrundið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur