Laugardagur 01.06.2019 - 17:27 - FB ummæli ()

Heimsendaspámaðurinn James Bonner

James rýnir með sínum skörpu skynfærum til framtíðar.

Spámaður er nefndur James Bonner. Hann var prófessor í líffræði við California Institute of Tecnology, Caltech.

James var ómyrkur í máli þegar hann skrifaði ritdóm um bókina Sultur 1975! sem kom út 1967:

„Allir málsmetandi rannsóknaraðilar sem hafa kynnt sér vanda vanþróaðra ríkja eru sammála um að hungursneyð þar er óumflýjanleg. […] Sem dæmi má nefna að Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að 1985 verði árið sem sulturinn hefst. Sjálfur hef ég sagt opinberlega að á árabilinu 1977-1985 verði vatnaskil, að þá muni mannkynið skiptast í tvo hópa: ríka og fátæka, metta og svanga — tvo menningarheima; þá sem hafa það gott og þá sem hafa það skítt. Annar þessara menningarheima mun óhjákvæmilega útrýma hinum. […] Ég legg enn og aftur áherslu á að allir málsmetandi rannsóknaraðilar eru sammála um að þessi harmleikur muni eiga sér stað.“

Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu).

___ James hafði rétt fyrir sér.

___ James hafði rangt fyrir sér.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur