Miðvikudagur 12.06.2019 - 20:43 - FB ummæli ()

Heimsendaspámaðurinn Jimmy Carter

Jimmy Carter hafði ekki ástæðu til að brosa þegar olía og gas var annars vegar.

Spámaður er nefndur Jimmy Carter. Hann var forseti Bandaríkjanna 1977 – 1981.

Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar 1977 ræddi hann dökkar horfur í orkumálum:

„Í kvöld langar mig að ræða óþægilegt mál við ykkur; um vandamál sem á sér engin fordæmi í sögunni. […] Þetta er lang alvarlegasta úrlausnarefni sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Orkuskorturinn hefur enn ekki náð að keyra okkur í kaf, en mun gera það ef við bregðumst ekki tafarlaust við. […] Olían og gasið sem telur 75% af orkunotkun okkar gengur hratt til þurrðar. Ef við bregðumst ekki skjótt við og minnkum olíubrennslu gerum við [í ríkisstjórninni] ráð fyrir að snemma á níunda áratugnum mun eftirspurn eftir olíu í heiminum verða meiri en framleiðslugetan.“

Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu).

___ Jimmy hafði rétt fyrir sér.

___ Jimmy hafði rangt fyrir sér.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur