Spámaður er nefndur Jimmy Carter. Hann var forseti Bandaríkjanna 1977 – 1981.
Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar 1977 ræddi hann dökkar horfur í orkumálum:
„Í kvöld langar mig að ræða óþægilegt mál við ykkur; um vandamál sem á sér engin fordæmi í sögunni. […] Þetta er lang alvarlegasta úrlausnarefni sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Orkuskorturinn hefur enn ekki náð að keyra okkur í kaf, en mun gera það ef við bregðumst ekki tafarlaust við. […] Olían og gasið sem telur 75% af orkunotkun okkar gengur hratt til þurrðar. Ef við bregðumst ekki skjótt við og minnkum olíubrennslu gerum við [í ríkisstjórninni] ráð fyrir að snemma á níunda áratugnum mun eftirspurn eftir olíu í heiminum verða meiri en framleiðslugetan.“
Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu).
___ Jimmy hafði rétt fyrir sér.
___ Jimmy hafði rangt fyrir sér.