Stundum er sagt að reynslan sé besti kennarinn og er vitaskuld átt við að þín reynsla sé minn kennari. Það er að minnsta kosti mat snillinganna okkar, spakvitringanna, sem vita fyrir vitrun eða meðfædda gáfu — nema hvort tveggja sé — hvað okkur hinum er fyrir bestu, betur en okkur sjálfum. Fátt er göfugra og virðingarverðara en […]
Áður en ég áttaði mig var sama gamla kerlingin sem móðgaði mig um daginn sest við hliðina á mér. Ég bölvaði mér í hljóði fyrir að hafa ekki einhvern veginn tekist að koma í veg fyrir það. „Ertu í yfirstétt, millistétt eða lágstétt?“ spurði konan. Hún var greinilega búin að gleyma að hún hafði spurt mig […]
Jónas Sveinsson læknir (1895-1967) kom við í Basel í Sviss 1950 á ferðalagi til Austurríkis. Um Sviss skrifar Jónas: „Þar er allt frjálst, jafnvel gjaldreyririnn. Þar fást keyptar og þar eru seldar myntir allra landa. Við gerðum það að gamni okkar að fara inn í einn bankann og rétta fram einn hundrað krónu seðil íslenskan. Tekið […]
ÚTI. KÆNUGARÐUR – DAGUR 1. maí. Kröfuganga svo langt sem augað eygir. Skilti, borðar með slagorðum: ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST, KAPÍTALISMINN ER DAUÐUR, rauð flögg með hamri og sigð. Lenín, Stalín, Marx ofl. Einn þátttakendanna finnur eitthvað leka úr nefni sér. Það er BLÓÐ. Hún er með BLÓÐNASIR. Hún lítur á næsta mann. Hann er […]
Ætlarðu að segja nei við Icesave? Hugsaðu þig þá þrisvar um! Það gæti skollið á HEIMSENDIR. Marel, Reykjanesbær, Össur og Landsvirkjun fá hugsanlega ekki lán í útlöndum, gjaldeyrishöftin gætu dáið, erlendir stjórnmálamenn líta hugsanlega íslenska stjórnmála- og embættismenn hornauga í yfir glasbarminn í kokteilboðum í Brussel og íslenskir sérfræðingar í Evrópumálum fá mögulega ekki eins […]
Það hlýtur einhver skýring að vera á því hvers vegna Sjálfstæðismenn á þingi vilja samþykkja Icesave-frumvarpið. Þeir hljóta að vita meira en við. Það getur ekki verið önnur skýring á stuðningi þeirra en sú að það hafi verið hvíslað í eyru þeirra á ensku og hollensku að málið verði látið niður falla í náinni framtíð. […]
Bólu Hjálmar taldi ég í æsku að hlyti að hafa verið með bólóttari mönnum fyrst hann hafði þetta viðurnefni. Síðar komst ég að því að hann bjó um skeið á bæ sem hét Bóla. Merking orðsins bóla er mismunandi þótt hún sé af sömu rótinni runnin. Bærinn Bóla, bóla í andliti, lofbóla, bóla sem farsótt, […]
Nú á víst að banna auglýsingar innan um barnaefni í íslensku sjónvarpi með lögum. Er þörf á því? Í Bandaríkjunum er sjónvarpsstöð fyrir börn sem heitir Nick Jr. Þar eru engar auglýsingar. Nick Jr. er áskriftarstöð og foreldrar sem vilja að börn þeirra séu án áreitis auglýsinga, þar á meðal ég, velja hana í stórum […]
Mikið er ég feginn að Ögmundur Jónasson ætlar að beita sér fyrir því að ég geti ekki farið mér að voða í fjárhættuspili á netinu. Þetta er svo fallegt að maður klökknar. Það er gott til þess að vita að menn eins og hann – stjórnmálamennirnir – eru sérstakir áhugamenn um ráðvendni. Sjáið bara rekstur […]
Væri ég leiðtogi, sama hvar, og það þyrfti að sýna ráðdeild og spara, myndi ég draga úr hvers kyns fjárútlátum sem ekki eru sannarlega nauðsynleg. Sem leiðtogi myndi ég reyna eftir fremsta megni að koma þeim keppnisanda að hjá liðsmönnum mínum að sparnaður á öllum sviðum, sama hversu lágar fjárhæðir er um að tefla, skipti […]