Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 11.11 2010 - 14:49

Einkabílismaviðbjóðurinn

Mikið er „Nú er lag“ greinin hans Ármanns Jakobssonar góð. Ekkert minna en frábær! Ég er hjartanlega sammála honum. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst að almenningssamgöngur eiga sér mikið fylgi. Nú er lag að láta almenning standa við stóru orðin og beina honum rétta leið. Eitt helsta sameiningartákn okkar vinstrimanna, almenningssamgöngur, hefur ávallt […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 08:49

Kófsveitt

Fréttir eru í eðli sínu meira vondar en góðar. Góðar fréttir eru einhvern veginn léttvægari, finnst mörgum, en fréttir af óförum eða hörmungum. Ég er mikill aðdáandi góðra frétta og les þær iðulega á undan hinum vondu. Hjarta mitt tók gleðikipp í síðustu viku þegar ég sá baksíðu Moggans. Þar var mjög góð frétt. Frétt […]

Fimmtudagur 07.10 2010 - 12:16

Framtíðarsýn reynist rétt, sprengir upp verð á gömlum bol!

Við tiltekt í vöruskemmu Egozentric®© París, London, Washington, Hannover, kom í ljós bolur sem talið var að væri uppseldur fyrir löngu. Bolurinn var gerður fyrir viðskiptavin sem hafði ákaflega fallega framtíðarsýn og vildi tryggja að fleiri nytu hennar með honum. Framtíðarsýnin var ekki bara falleg, heldur líka sönn og rétt. Svona djúpvitrir spakvitringar eru vandfundnir; […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 19:00

Hvar eru mínar afskriftir?

Egozentric Designs®©, París, London, New York, Róm er stolt af því að kynna nýjasta bolinn sinn. Hann er að þessu sinni ekki hannaður fyrir viðskiptavin, heldur stofuna sjálfa, enda fór stofan, eins og svo margir aðrir, fremur geyst á árunum fyrir hrun og tók lán sem nutu gengistryggingar. En svo virðist sem stofan hafi ekki […]

Miðvikudagur 18.08 2010 - 13:45

Bílastæðin eru ekki ókeypis Gísli

Eitthvað er Gísla Marteini að fatast flugið í fræðunum, ef marka má bloggfærslu hans. Bílastæðin í borginni eru ekki ókeypis frekar en göturnar. Fyrir bílastæðin greiða bíleigendur með svimandi háum sköttum á ökutæki og eldsneyti, sköttum sem nefndir eru ýmsum nöfnum eins og bensíngjald, bifreiðagjald, virðisaukaskattur og innflutningstollur (og eflaust eru gjöldin fleiri). Bifreiðagjaldið er […]

Mánudagur 17.05 2010 - 20:40

Leikarar óskast

Frægt leikskáld sagði eitt sinn að lífið væri leikrit og mennirnir leikarar á sviðinu. Íslenska útgáfan af leikriti lífsins er ólík mörgum erlendum uppfærslum að því leyti að í því eru of fáir leikarar. Það vantar fleiri leikara sem fara út að borða, kaupa í matinn, fylla tankinn, drekka vín, fara í bíó, ferðast um […]

Fimmtudagur 06.05 2010 - 19:32

Lætin í miðbænum

Hvort kom á undan, glaumur skemmtanalífsins í miðbænum eða kverúlantinn sem getur ekki sofið? Vissi hann ekki af því, þegar hann ákvað að búa þar, að fólk hefur safnast saman þar um helgar í áratugi? Þetta mál er hlægileg vitleysa sem allra síst á heima á forsíðum blaða. Eins og það sé ekki nóg af […]

Fimmtudagur 25.02 2010 - 08:06

McDonalds aftur á Íslandi!

Jibbí. Eftir að McDonalds yfirgaf Ísland er fátt um fína drætti fyrir sanna McDonalds hamborgaraunnendur. En örvæntið eigi. Þótt McDonalds hafi gefist upp á að elda McDonalds borgara á Íslandi, er ekki þar með sagt að allir þurfi að hætta því. Það er nefnilega ekki svo mikið mál að gera ekta, upprunalegan, ljúffengan og ódýran […]

Miðvikudagur 03.02 2010 - 07:26

Rúv næsta Netflix?

Nýlega gerðist ég viðskiptavinur Netflix og greiði fyrir þjónustuna fjórtán dali á mánuði. Fyrir þá sem þekkja ekki Netflix, þá er Netflix sjónvarpsstöð og vídeóleiga sem sendir myndir út til viðskiptavina með pósti og yfir internetið. Inni í þessum fjórtán dölum eru tveir diskar á dag og ótakmarkað gláp í gegnum tölvu, Play Station eða […]

Sunnudagur 17.01 2010 - 04:05

Bolir á útsölu

Ég var beðinn fyrir hönd ákveðinnar hönnunarstofu hér í bæ að falbjóða tvo boli á niðursettu verði. Mér finnast þessir bolir frekar ljótir (litlausir, minna á gráan hversdagsleika kommúnistaríkjanna sálugu) og hvet engan til að kaupa þá, en ég kann ekki við að vera dónalegur við vin minn sem bað mig að gera sér þennan […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur