Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 09.02 2011 - 10:58

Tap, tap, tap

Samþykkja Icesave: Getum ekki borgað, landið fer á hausinn. Engin dæmi þess í veraldarsögunni að þjóð hafi getað staðið undir þessari skuldabyrði. Samþykkja ekki Icesave: Dómstólar. Tap: Getum ekki borgað, landið fer á hausinn. Sigur: Landið fer hugsanlega kannski mögulega ekki á hausinn. Líklegasta þróun þessa máls eftir að búið er að samþykkja Icesave: Landið […]

Laugardagur 18.12 2010 - 11:57

Fjárhættuspil á netinu

Mikið er ég feginn að Ögmundur Jónasson ætlar að beita sér fyrir því að ég geti ekki farið mér að voða í fjárhættuspili á netinu. Þetta er svo fallegt að maður klökknar. Það er gott til þess að vita að menn eins og hann – stjórnmálamennirnir – eru sérstakir áhugamenn um ráðvendni. Sjáið bara rekstur […]

Laugardagur 04.12 2010 - 10:10

Ömmuhagfræði

Væri ég leiðtogi, sama hvar, og það þyrfti að sýna ráðdeild og spara, myndi ég draga úr hvers kyns fjárútlátum sem ekki eru sannarlega nauðsynleg. Sem leiðtogi myndi ég reyna eftir fremsta megni að koma þeim keppnisanda að hjá liðsmönnum mínum að sparnaður á öllum sviðum, sama hversu lágar fjárhæðir er um að tefla, skipti […]

Þriðjudagur 30.11 2010 - 22:26

ESB taki upp kvótakerfi og krónu

Ef Ísland á að ganga í Evrópusambandið væri eðlilegast að gera þá kröfu að sambandið innleiði íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi. Evrópskur sjávarútvegur er, eins og landbúnaðurinn hér, á opinberu framfæri. Það tíðkaðist á öldum áður að ríki styrktu sjávarútveginn með fjárframlögum vegna þess að sjómenn voru fyrirtaks hermenn; kunnu að sigla skútum. Þetta óheilbrigða ríkisstyrkjakerfi […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 10:04

Lög um lén taki tillit til mannréttinda

Þótt það hljómi undarlega, þá sér Isnic ástæðu til að taka sérstaklega fram í athugasemdum við drög að frumvarpi um .is lénið að þau taki tillit til mannréttinda. Og vitaskuld er lagt til í frumvarpsdrögunum að lagður verði skattur á það og að starfsleyfi sé aðeins til fimm ára. Drögin vega að tjáningar- og atvinnufrelsis […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 14:49

Einkabílismaviðbjóðurinn

Mikið er „Nú er lag“ greinin hans Ármanns Jakobssonar góð. Ekkert minna en frábær! Ég er hjartanlega sammála honum. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst að almenningssamgöngur eiga sér mikið fylgi. Nú er lag að láta almenning standa við stóru orðin og beina honum rétta leið. Eitt helsta sameiningartákn okkar vinstrimanna, almenningssamgöngur, hefur ávallt […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 19:00

Hvar eru mínar afskriftir?

Egozentric Designs®©, París, London, New York, Róm er stolt af því að kynna nýjasta bolinn sinn. Hann er að þessu sinni ekki hannaður fyrir viðskiptavin, heldur stofuna sjálfa, enda fór stofan, eins og svo margir aðrir, fremur geyst á árunum fyrir hrun og tók lán sem nutu gengistryggingar. En svo virðist sem stofan hafi ekki […]

Fimmtudagur 26.08 2010 - 10:03

Kauptu (létt)ölið okkar

Ég er hjartanlega sammála þeim sem bent hafa á þá ósvífni sem áfengisframleiðendur á Íslandi hafa sýnt við að auglýsa vöru sína. Það fór til dæmis ekki framhjá neinum sem horfði á hálfleiki HM á RÚV í sumar. Á meðan sjálfum leikjunum stóð voru þó enn meiri brot framin á íslenskum lögum en í hálfleiknum. […]

Föstudagur 18.06 2010 - 08:37

Bin Laden, Al Gore og Ólafur Ragnar

Hvað eiga þessir menn sameiginlegt? Þeir snapa sér athygli með hræðsluáróðri sem draga má saman í eina setningu: „You ain’t seen nothing yet.“ Það hlýtur að vera sæt tilfinning að finna fyrir hræðslunni breiðast út meðal áheyrenda. Einhver lotning á sér stað og þeir lyftast upp og finna til sín. Finnst þeir mikilvægir, finnst þeir […]

Þriðjudagur 03.11 2009 - 05:41

Misheppnuð ferð á McDonalds

Eins og rithöfundurinn í kvikmyndinni Misery hafði fyrir vana að kveikja á kerti og fá sér rauðvínsglas þegar hann hafði lokið við skáldsögu, er það komið í vana hjá mér að fara á hamborgarastað eftir vinnustofuna á þriðjudögum. Ég missi af kvöldverðinum þann dag og veiti mér því þann munað síðar um kvöldið. En vaninn […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur