Færslur með efnisorðið ‘Uber’

Föstudagur 15.12 2017 - 16:52

Über fækkar sjúkabílaferðum

Einhvers misskilnings virðist gæta um merkingu orðsins „hagsmunaaðili“ á Íslandi. Í frétt í Morgunblaðinu í lok september sl. um fjölgun leigubílaleyfa sagði: „Í kjöl­far um­sagna áttu sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins fundi með hagsmunaaðilum, m.a. full­trúa Frama, og ráðherra hitti full­trúa leigu­bif­reiðar­stjóra frá öll­um stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu.“ Misskilningurinn felst í því að telja „hagsmunaaðila“ vera eingöngu þann sem veitir […]

Miðvikudagur 14.06 2017 - 22:12

Über skutlar öldruðum og öryrkjum

Bæjarstjórn Lónsstrandarbæjar í Kaliforníu samþykkti um daginn að ráðast í tilraunaverkefni sem gengur út á að niðurgreiða ferðir aldraðra og öryrkja með skutlþjónustunni Über. Lónsströnd mun vera fyrsta bæjarfélagið í Bandaríkjunum sem það gerir. Þetta mun vera fyrsta slíka verkefnið sem Über tekur þátt í. Samkomulagið gerir ráð fyrir að öryrkjar og 55 ára og eldri […]

Fimmtudagur 02.03 2017 - 04:13

Uber fækkar fullum

Tim Kleiser aðstoðarvarðstjóri í lögreglu Lónsstrandarbæjar í Kaliforníu benti á það í viðtali við bæjarblaðið sl. helgi að svo virtist sem skutl með einkabílum á vegum Uber og Lyft drægi úr ölvunarakstri — að tilfellum hefði fækkað um 21% milli ára. „Uber og Lyft er svo aðgengilegur ferðamáti að drukkið fólk freistast síður til að setjast undir stýri,“ sagði hann. Þessi […]

Laugardagur 21.01 2017 - 18:11

Rentukóngurinn – hringt á bíl

Maður sem býr í útlöndum heimsótti Ísland nýlega. Hann var staddur í boði í heimahúsi síðla kvölds þegar einn gestanna bjóst til brottfarar og símaði á leigubíl. „Ég ætla að panta leigubíl í Flyðrufold 70, takk,“ sagði gesturinn. Maðurinn veitti þessu athygli og fannst hann vera horfinn á vit fyrri tíðar. Ástæðan fyrir því að honum þótti þetta […]

Föstudagur 12.08 2016 - 16:25

Rentukóngurinn – Festa über alles

Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur