Kolbeinn Stefánsson er með athyglisverða pistla um atvinnuleysi og atvinnuþátttöku á Lífskjarablogginu (http://lifskjor.hi.is/).
Þar sýnir hann að árangur Íslands í að aftra atvinnuleysi í kjölfar hrunsins er góður í samanburði við aðrar kreppuþjóðir, eins og Íra og þær þjóðir í Evrópu sem fóru hvað verst út úr kreppunni.
Átaksverkefni Vinnumálastofnunar eru líka að skila góðum árangri og nú stefnir í að atvinnuleysi verði ekki meira en 5% í sumar. Það er ótrúlega góður árangur.
Helstu kreppuþjóðirnar hafa verið með 10-25% atvinnuleysi og hjá sumum er það enn að aukast.
Atvinnuþátttakan á Íslandi 2010 er líka sú hæsta meðal OECD-ríkjanna, þrátt fyrir allt það sem yfir okkur hrundi.
Þetta eru athyglisverð umhugsunarefni sem Kolbeinn fjallar um…
Fyrri pistlar