Miðvikudagur 26.02.2020 - 14:13 - FB ummæli ()

Efling hefur þjóðina með sér!

Ný könnun á viðhorfi almennings til baráttu Eflingar fyrir sérstakri leiðréttingu á kjörum láglaunakvenna er starfa við barnauppeldi og umönnun er afgerandi (sjá hér).

 

Viðhorf til Leiðréttingarinnar

Um 59% styðja kröfur Eflingar að öllu eða miklu leyti og önnur 20% styðja þær í meðallagi.

Samtals taka um 79% þjóðarinnar undir kröfur Eflingar.

Einungis 21% segjast styðja þær bara að litlu eða engu leyti.

 

Viðhorf til verkfallsaðgerða Eflingar

Um 56% eru mjög eða frekar hlynnt verkfallsaðgerðum Eflingar.

Um 19% til viðbótar segjast styðja þær í meðallagi.

Samtals eru það um 75% sem styðja verkfallsaðgerðirnar.

 

Eflingu hefur tekist að koma málstað sínum á framfæri þannig að þjóðin tekur undir.

Borgaryfirvöld segjast hafa sama markmið og Efling.

Er þá ekki komið að því að framkvæma?

 

Síðasti pistill: Furðulegt vanmat starfa við barnauppeldi og umönnun

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar