Sunnudagur 16.02.2020 - 08:54 - FB ummæli ()

Furðulegt vanmat starfa við barnauppeldi og umönnun

Í deilu Eflingar við Reykjavíkurborg eru leikskólar og umönnunarstörf í brennidepli.

Störf á þessu sviði eru lægst metin til launa af öllum störfum á íslenska vinnumarkaðinum (sjá nánar hér).

Þá er ég að tala um grunnlaun + reglubundnar aukagreiðslur (t.d. álög og yfirvinnu), það er heildarlaun í hverjum mánuði.

Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um hið brenglaða mat á störfum við barnauppeldi og umönnun.

Störf við sorphreinsun gefa að meðaltali 576.000 krónur á mánuði í heildarlaun (allt meðtalið).

Háskólamenntaðir leikskólakennarar eru lægri, með 543.000 krónur, en ófaglærðir sem starfa við barnagæslu eru með 375.000 krónur – lang lægstir allra á vinnumarkaðinum.

Ef ófaglærður starfsmaður leikskóla færi að vinna á kassa í Bónus fengi hann 130.000 krónum meira á mánuði og ef hann færi í sorphreinsun þá fengi hann 201.000 krónum meira á mánuði.

Þessi munur á heildarlaunum er að stórum hluta vegna mismunandi aðgengis að aukagreiðslum í þessum störfum.

Allir hafa meiri aukagreiðslur en starfsfólk á leikskólum og við umönnun, það er í starfstengd álög, bónusa, yfirvinnu o.fl.

Það er raunar ævintýralegt það mat sem liggur til grundvallar þessum mun heildarlauna sem er á störfum við barnauppeldi og ýmsum öðrum störfum í neðri helmingi launastigans – hjá faglærðum jafnt sem ófaglærðum.

 

Lausnin á kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar

Í töflunni er líka að finna lykilinn að lausn kjaradeilunnar.

Annað hvort er fyrir borgina að samþykkja tillögu Eflingar að leiðréttingu, sem er hönnuð þannig að hún hafi ekki fordæmisgildi fyrir höfrungahlaup. Hún felur í sér hækkun launaflokka frá þeim lægstu sem fjarar svo út undir 450 þús. kr. mánaðarlaunum.

Hins vegar er að bæta ofaná kjarabætur lífskjarasamningsins verulega auknum álagi fyrir þessi tilteknu störf. Fyrirmynd að því getur borgin einfaldlega fundið í aukagreiðslum sem tíðkast í öðrum starfsgreinum, t.d. í töflunni hér að ofan.

Störf við leikskóla og umönnun þurfa að vera samkeppnishæf.

Hvernig væri t.d. að starfsfólk á leikskólum fengi sambærilegt álag og bónusa og sorphreinsunarfólk er með? Það myndi hækka laun ófaglærðra  á leikskólunum um 201.000 krónur á mánuði.

Staðreyndin er þó sú, að vegna þess hversu hófleg krafa Eflingar er, þá myndi helmingurinn af aukagreiðslum sorphreinsunarmanna hugsanlega leysa deiluna á leikskólunum og í umönnuninni.

Slíkt endurmat afmarkaðra hópa hefur ekkert fordæmisgildi fyrir hærra launaða hópa – og því á ekki að vera nein hætta á höfrungahlaupi upp launastigann.

Hvers vegna skyldu störf á leikskólum og við umönnun bera minnst úr býtum og ekki njóta svipaðra aukagreiðslna og margar aðrar starfsgreinar?

Efast nokkur um að þetta eru í senn mjög erfið og mikilvæg störf?

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar