Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 19.03 2019 - 13:43

83% styðja skattatillögur verkalýðshreyfingarinnar

Í nýrri könnun kemur fram að um 83% svarenda vilji að fólk sem er með lægstu tekjur (500 þúsund kr. eða minna á mánuði) fái meiri skattalækkun en aðrir (sjá hér). Um 9% eru hlutlaus en einungis 8% eru þessu andvíg. Þetta er í takti við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og einnig í takti við loforð sem […]

Fimmtudagur 07.03 2019 - 19:45

Ætla stjórnvöld að svíkja loforð sitt um skattalækkanir?

  Í upphafi samráðs við aðila vinnumarkaðarins, sem stjórnvöld blésu til vegna yfirstandandi kjarasamninga, var markmið þeirra í skattamálum skilgreint svona: “Hafin verður endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfið sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa (lágtekjur og lægri millitekjur)”. Í fjármálaáætlun […]

Sunnudagur 03.03 2019 - 09:07

SA bjóða þorra launafólks kaupmáttarrýrnun – þrjú ár í röð

Samtök atvinnurekenda (SA) buðu verkalýðsfélögunum kaupmáttarrýrnun fyrir alla sem eru með 400 þúsund krónur á mánuði og yfir. Það var heldur snautlegt tilboð, svo ekki sé meira sagt – enda viðræðum slitið að hálfu VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Þetta má sjá í grein minni á Kjarnanum sem ber saman kröfu verkalýðsfélaganna og tilboð SA […]

Þriðjudagur 26.02 2019 - 12:04

Ráðstöfunartekjur hæstu og lægstu hópa

Rangfærslur fjármálaráðherra Fjármálaráðherra hefur sagt undanfarið að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópa hafi hækkað meira en ráðstöfunartekjur þeirr tekjuhæstu. Þetta er líka fullyrt í nýrri skýrslu sérfræðingahóps fjármálaráðherra um skattamál. Þetta er hins vegar mjög rangt ef menn horfa til allra skattskyldra tekna, það er að meðtöldum öllum fjármagnstekjum hátekjuhópanna. Menn eiga auðvitað að byggja allan slíkan […]

Þriðjudagur 19.02 2019 - 23:34

Ríkið skuldar launafólki miklu meira

Lítilmótleg skattalækkun Fjármálaráðherra kynnti í dag áform sín um skattalækkun, sem sagt hefur verið að yrði framlag stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Lækkunin er mest 6.760 krónur á mánuði. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja að ríkið hafi ekki meira svigrúm.   Miklu meira svigrúm er til staðar Kostnaðurinn af þessu framlagi er sagður 14,7 milljarðar. […]

Þriðjudagur 12.02 2019 - 17:50

Skattbyrði lágtekjufólks í Evrópu

Í skýrslu okkar Indriða H. Þorlákssonar, Sanngjörn dreifing skattbyrðar, sem kom út í síðustu viku, er útfærð víðtæk umbótaáætlun í skattamálum, sem miðar að því að gera skattkerfið bæði sanngjarnara og skilvirkara. Þar eru meðal annars útfærðar tillögur um að vinda ofanaf þeirri miklu skattatilfærslu sem orðið hefur á Íslandi á síðustu tveimur áratugum eða svo, þar […]

Sunnudagur 20.01 2019 - 11:12

Minni yfirvinna með betri afkomu

Hér er viðtal sem Baldur Arnarson, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við mig fyrir helgarblað Morgunblaðsins 19.-20. janúar.   Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og starfsmaður Eflingar, segir almennt litið svo á að með batnandi afkomu styttist vinnutími launafólks. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins á þriðjudaginn var um meðalvinnutíma á Íslandi, í ESB og á […]

Mánudagur 14.01 2019 - 22:26

Ævintýralegt rugl um einkavæðingu banka

Það var átakanlegt að hlusta á Brynjar Níelsson tala fyrir einkavæðingu ríkisbankanna í Kastljósi í kvöld. Smári McCarthy beinlínis rúllaði Brynjari upp og pakkaði honum inn í notaðan jólapappír! Að miklu leyti var Brynjar hálf kjaftstopp og vissi ekki hvað hann átti að segja – en að öðru leyti voru rökin sem hann kom með […]

Mánudagur 31.12 2018 - 09:51

Endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar

  Verkalýðshreyfingin fer nú fram undir nýrri forystu. Þess sér merki í breyttum málflutningi, nýrri tegund kröfugerðar og víðtækari lífskjarapólitík en oft áður. Þessu fylgir einnig mikil ákveðni að hálfu leiðtoga hreyfingarinnar um að ná árangri. Allar eru kröfurnar viðbrögð við vandamálum og göllum í samfélagi okkar og miða að því að bæta úr og […]

Mánudagur 17.12 2018 - 20:12

Stéttagreining Gylfa Zoega sýnir forréttindi auðmanna

  Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, skrifar um stéttir og stéttabaráttu í nýjasta hefti Vísbendingar (sjá samantekt í Kjarnanum). Megin boðskapur Gylfa er sá, að klassísk stéttagreining eigi ekki lengur við á Íslandi og að kjarabarátta launafólks sé dæmd til að misheppnast. Hvoru tveggja er kolrangt. Gylfi sýnir raunar sjálfur að fyrri staðhæfingin er röng […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar