Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 28.08 2020 - 11:00

Hvers vegna gerir ríkið ekki meira?

Ein af afleiðingum Kóvid-kreppunnar er sú að skuldastaða ríkja versnar. Þar sem verst hefur gengið að halda veirunni í skefjum þar munu skuldir aukast mest. Til dæmis telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að skuldir bandaríska ríkisins hækki um meira en 20% af landsframleiðslu, úr 109% í fyrra upp í um 131% í lok yfirstandandi árs.   Óvenju létt […]

Sunnudagur 05.07 2020 - 11:24

Lífsgæði almennings: Er meiri hagvöxtur alltaf betri?

Í nýjasta hefti af SÍBS blaðinu eru áhugaverðar greinar um velmegun og vellíðan, í ritstjórn Páls Kr. Pálssonar. Hér er grein sem ég skrifaði í blaðið um samband hagvaxtar og lífsgæða almennings: Við sem búum í hagsældarríkjunum erum flest mikið efnishyggjufólk. Við erum yfirleitt mjög upptekin af efnislegum lífsgæðum og hagvexti. Hér áður fyrr var […]

Þriðjudagur 23.06 2020 - 22:09

Bandaríkin: Hnignandi heimsveldi?

Fyrir um þremur árum skrifaði bandaríski stjórnmálafræðingurinn Richard Haass bókina World in Disarray (Heimsskipan í upplausn).[1] Þar færði hann margvísleg rök fyrir því að staða Bandaríkjanna sem forysturíkis í heiminum hafi veikst. Heimsskipanin sem mótaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, öðru fremur undir forystu Bandaríkjanna og vestrænna samherja þeirra, væri nú í vaxandi upplausn. Í tíð […]

Miðvikudagur 20.05 2020 - 13:14

Bjartsýna sviðsmyndin fyrir Ísland

  Við erum náttúrulega í talsverðri óvissu um framhaldið, bæði framvindu veirufaraldursins og efnahagslífsins. Samt spá menn í þróun hagvaxtar og atvinnuleysis næstu mánuði og misseri, jafnvel upp á prósentubrot. Bankar, hagsmunasamtök og opinberar stofnanir hafa sett fram formlegar spár um þetta fyrir árið og það næsta. Útkomurnar eru nokkuð breytilegar – raunar mjög breytilegar. […]

Þriðjudagur 28.04 2020 - 08:40

Vaxandi kreppur kapítalismans

Stórar kreppur hafa oft verið vendipunktar í þróun kapítalismans – sumar þó meira en aðrar. Þannig leiddi Kreppan mikla á fjórða áratugnum til grundvallarbreytinga á efnahags- og stjórnmálaskipan vestrænna samfélaga. Kreppan sú var af flestum talin til marks um að óheftur frjálshyggju-kapítalismi hefði brugðist illa og fara yrði nýja leið. Niðurstaðan var blandaða hagkerfið, grundvallað […]

Mánudagur 20.04 2020 - 19:54

Bestu velferðarríkin verja lífskjör í kreppum

Velferðarríkið er eitt allsherjar tryggingarkerfi til að verja fólk fyrir áföllum. Í venjulegu árferði tryggir það lífsviðurværi í atvinnuleysi, þegar heilsan og starfsgetan bilar og þegar aldur færist yfir. Það dregur úr fátækt og ójöfnuði með því að bæta sérstaklega hag þeirra sem minna hafa. Öflugt velferðarkerfið er þó meira en afkomutryggingakerfi og jöfnunartæki. Það […]

Laugardagur 18.04 2020 - 11:27

Viðbrögð við kreppunni – tékklisti launafólks

Kóvid-kreppan er ólík fjármálakreppunni sem hófst 2008. Viðbrögðin þurfa því að vera með öðrum hætti. Nú stöðvast efnahagslífið vegna tímabundinna sóttvarnaraðgerða. Fjármálakreppan varð vegna djúpstæðs skuldavanda banka, fyrirtækja og heimila. Allsherjarlokun samfélaga nú leiðir til fordæmalausrar aukningar atvinnuleysis, en hún er tímabundin. Það er lykilatriði. Þegar sóttvarnaraðgerðum linnir mun atvinnulífið fara í meiri virkni, stig […]

Föstudagur 03.04 2020 - 08:58

Kreppan: Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun

  Sumir hafa áhyggjur af því að fyrirtækjum reynist erfitt að taka á sig umsamdar launahækkanir frá 1. apríl í þeim þrengingum sem nú eru vegna sóttvarnaraðgerða. Nefnd hefur verið sú hugmynd að launafólk gefi eftir hluta af lífeyrisréttindum sínum til að létta atvinnurekendum róðurinn. Það felur í reynd í sér að launafólk á almennum […]

Miðvikudagur 25.03 2020 - 15:01

Lífið eða hagvöxturinn: Hvort á að hafa forgang?

Í Bandaríkjunum er nú risin hávær deila milli viðskiptajöfra og auðmanna annars vegar og lýðheilsu- og faraldursfræðinga hins vegar um viðbrögð við veirufaraldrinum. Talsmenn lýðheilsu og forvarna hafa lagt til samskiptahömlur til að aftra útbreiðslu veirunnar og dauðsföllum. Þetta kemur niður á viðskiptalífinu. Í flestum ríkjum eru þessi sjónarmið lækisfræðanna ríkjandi. Enda ekki betri leið […]

Mánudagur 16.03 2020 - 10:40

Atvinnulausir þurfa mest á aukinni vernd að halda

Í skammtíma efnahagskreppu eins og nú gengur yfir vegna Covid-19 veirunnar verða þeir sem missa vinnuna fyrir mestum þrengingum. Þeir verða fyrir minnst 30% kjaraskerðingu með því að fara á atvinnuleysisbætur sem eru einungis 70% af fyrri heildarlaunum viðkomandi. Þær bætur eru einungis veittar í 3 mánuði og þá fara þeir sem áfram eru atvinnulausir […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar