Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 12.09 2019 - 08:57

Skattalækkun: Efling vill ganga lengra

Eftirfarandi er umsögn Eflingar-stéttarfélags um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar stjórnvalda, sem er athyglisverð og sýnir skýra stefnu til framtíðar:   „Efling lagði mikla áherslu á umbætur í skattamálum fyrir lágtekjufólk í tengslum við kjarasamningana á síðasta vetri. Meðal annars lét Efling vinna ítarlega úttekt á stöðu og þróun skattbyrðar lágtekjufólks og tillögur um breytingar í átt til […]

Sunnudagur 01.09 2019 - 20:53

Orkan okkar tapar orrustunni – en vinnur stríðið

Ég held að Frosti Sigurjónsson og félagar hans í Orkunni okkar hafi rétt fyrir sér um orkupakkamál Evrópusambandsins. Þó ímynd Miðflokksmanna sé mjög neikvæð eftir Klausturmálið þá hafa þeir einnig að mestu rétt fyrir sér um orkupakkana. Orkupakkar 1 og 2 fóru í gegn án umræðu, í skjóli sinnuleysis. En þeir voru skaðlegir hagsmunum íslensku […]

Þriðjudagur 06.08 2019 - 10:43

Eignarhald banka: Sjálfstæðismenn gegn þjóðinni

Sjálfstæðismenn keyra nú á þeirri stefnu sinni að selja Íslandsbanka að fullu og einnig meirihluta ríkisins í Landsbankanum. Vilja drífa í þessu áður en fólk áttar sig á hvað er að gerast. Sjálfstæðismenn vilja að ríkið verði einungis áhrifalítill minnihlutaeigandi Landsbankans. Þjóðin er á allt annarri skoðun. Í könnum sem nefnd fjármálaráðherra um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lét […]

Mánudagur 29.07 2019 - 15:19

Ömmi stóð gegn landakaupum erlendra auðmanna

Þegar Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra setti hann reglugerð sem takmarkaði heimildir útlendinga til landakaupa hér á landi. Skilyrðið var að viðkomandi landakaupandi gæti sýnt fram á búsetu eða áform um atvinnurekstur hér á landi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda á ný (2013) afnam eftirmaður Ögmundar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, reglugerð hans umsvifalaust. Sagði hana hafa verið á […]

Miðvikudagur 03.07 2019 - 12:16

Óráðshjal alþingismanns um lífeyrismál

  Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar æsta grein í Morgunblaðið í dag um það sem hann kallar “tímasprengju” í lífeyrismálum (sjá hér). Þar leggur hann út af þeirri lýðfræðilegu staðreynd að hlutfall eldri borgara muni fara vaxandi á Íslandi á næstu áratugum – líkt og í öðrum nútímalegum samfélögum. Segir hann þjóðina ekki hafa […]

Miðvikudagur 22.05 2019 - 10:04

Vextir lækka: Allt samkvæmt áætlun

Seðlabankinn tilkynnti í dag lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentistig (sjá hér). Það var ein af forsendum Lífskjarasamningsins að vextir myndu lækka, til hagsbóta fyrir skuldara. Mat aðila samningsins var að með útfærslu samningsins væru skapaðar forsendur er gætu stuðlað að lækkun vaxta. Það hefur nú gengið eftir. Í stíl við tíðarandann má segja að þetta […]

Miðvikudagur 08.05 2019 - 15:04

Óheillaþróun frá orkupökkum ESB til HS Orku

Í umræðum um orkupakka 3 er oft sagt að hann skipti litlu máli á meðan ekki er lagður strengur til orkuútflutnings frá Íslandi til Evrópu. Þetta er villandi málflutningur. Orkupakki 3 er hluti af lengri tíma þróun skipanar orkumála, sem einkum stefnir að aukinni markaðsvæðingu og einkavæðingu opinberra orkufyrirtækja. Þetta er meðal annars fært í […]

Fimmtudagur 02.05 2019 - 10:46

Nú er komið að lífeyrisþegum

Í kjöl­far lífs­kjara­samn­ing­anna spyrja margir hvað verði um lífs­kjör líf­eyr­is­þega. Mun líf­eyrir almanna­trygg­inga ekki taka sömu hækk­unum og launa­taxtar þeirra lægst laun­uðu? Lífs­kjara­samn­ing­arnir færa þeim lægst laun­uðu mestu hækk­an­irn­ar, alls um 90.000 krónur á samn­ings­tíma­bil­inu – og svo hag­vaxt­ar­tengdar hækk­anir að auki. Frá 1. apríl hækka lægstu taxtar um 17.000 krónur á mán­uði, síðan 24.000 […]

Þriðjudagur 30.04 2019 - 16:17

ASÍ gegn orkupökkum

Það sætir tíðindum að ASÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekin er eindregin afstaða gegn frekari markaðsvæðingu orkugeirans, en það er yfirlýst markmið ESB með innleiðingu orkupakanna. Kjarninn í röksemdum ASÍ er eftirfarandi: Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera […]

Þriðjudagur 23.04 2019 - 11:11

Jafnaðarsamningurinn 2019 greindur

Almennt um kjarasamninginn Nýr kjarasamningur verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur er um margt nýstálegur. Kjarabætur koma á óvenju fjölbreyttu formi og af því tilefni hafa margir kallað samninginn “lífskjarasamning” (sjá kynningu hér). Ég tel hins vegar að megin einkenni samningsins og mesta nýmælið sé að hann er óvenju mikill jafnaðarsamningur. Kjarabætur eru mestar hjá þeim sem eru á […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar