Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 03.04 2020 - 08:58

Kreppan: Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun

  Sumir hafa áhyggjur af því að fyrirtækjum reynist erfitt að taka á sig umsamdar launahækkanir frá 1. apríl í þeim þrengingum sem nú eru vegna sóttvarnaraðgerða. Nefnd hefur verið sú hugmynd að launafólk gefi eftir hluta af lífeyrisréttindum sínum til að létta atvinnurekendum róðurinn. Það felur í reynd í sér að launafólk á almennum […]

Miðvikudagur 25.03 2020 - 15:01

Lífið eða hagvöxturinn: Hvort á að hafa forgang?

Í Bandaríkjunum er nú risin hávær deila milli viðskiptajöfra og auðmanna annars vegar og lýðheilsu- og faraldursfræðinga hins vegar um viðbrögð við veirufaraldrinum. Talsmenn lýðheilsu og forvarna hafa lagt til samskiptahömlur til að aftra útbreiðslu veirunnar og dauðsföllum. Þetta kemur niður á viðskiptalífinu. Í flestum ríkjum eru þessi sjónarmið lækisfræðanna ríkjandi. Enda ekki betri leið […]

Mánudagur 16.03 2020 - 10:40

Atvinnulausir þurfa mest á aukinni vernd að halda

Í skammtíma efnahagskreppu eins og nú gengur yfir vegna Covid-19 veirunnar verða þeir sem missa vinnuna fyrir mestum þrengingum. Þeir verða fyrir minnst 30% kjaraskerðingu með því að fara á atvinnuleysisbætur sem eru einungis 70% af fyrri heildarlaunum viðkomandi. Þær bætur eru einungis veittar í 3 mánuði og þá fara þeir sem áfram eru atvinnulausir […]

Miðvikudagur 26.02 2020 - 14:13

Efling hefur þjóðina með sér!

Ný könnun á viðhorfi almennings til baráttu Eflingar fyrir sérstakri leiðréttingu á kjörum láglaunakvenna er starfa við barnauppeldi og umönnun er afgerandi (sjá hér).   Viðhorf til Leiðréttingarinnar Um 59% styðja kröfur Eflingar að öllu eða miklu leyti og önnur 20% styðja þær í meðallagi. Samtals taka um 79% þjóðarinnar undir kröfur Eflingar. Einungis 21% segjast […]

Sunnudagur 16.02 2020 - 08:54

Furðulegt vanmat starfa við barnauppeldi og umönnun

Í deilu Eflingar við Reykjavíkurborg eru leikskólar og umönnunarstörf í brennidepli. Störf á þessu sviði eru lægst metin til launa af öllum störfum á íslenska vinnumarkaðinum (sjá nánar hér). Þá er ég að tala um grunnlaun + reglubundnar aukagreiðslur (t.d. álög og yfirvinnu), það er heildarlaun í hverjum mánuði. Í töflunni hér að neðan má sjá […]

Mánudagur 03.02 2020 - 08:43

Leiðrétting Eflingar: Rök og skýringar

Samtök atvinnulífsins (SA) stilltu upp mjög villandi mynd af kröfum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg í Fréttablaðinu í vikunni. Þar fór saman skökk talnameðferð og mikið heimsendaraus um hættu á höfrungahlaupi og eyðileggingu Lífskjarasamningsins. Ástæða er til að leiðrétta þetta gönuhlaup SA-manna og ritstjóra markaðskálfs Fréttablaðsins. Megininntak leiðréttingarinnar sem Efling hefur lagt til við Reykjavíkurborg felst í […]

Mánudagur 27.01 2020 - 10:11

Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í USA og DAVOS

Árið 1970 skrifaði nýfrjálshyggju-hagfræðingurinn Milton Friedman grein í New York Times Magazine um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu, sem eftir var tekið (sjá hér). Boðskapurinn var sá, að eina hlutverk fyrirtækja væri það að skila eigendum þeirra (hluthöfum) sem mestum gróða. Fyrirtæki hefðu engar skyldur gagnvart starfsmönnum sínum, viðskiptavinum, birgjum, neytendum eða samfélaginu almennt. Allt tal […]

Föstudagur 17.01 2020 - 09:48

Ekkert ógnar Guðna – nema helst fiskikóngurinn!

Það er mikil ánægja með störf Guðna forseta. Um 80% kjósenda segjast vera ánægðir með störf hans. Að öðru jöfnu ætti þetta að þýða að enginn gæti ógnað honum í forsetakjörinu í sumar. Það væri þá helst ef fiskikóngurinn myndi gefa kost á sér. Sá er með atkvæðamestu mönnum landsins. Fulltrúi glaðværðar og hollustu og nálægur […]

Laugardagur 11.01 2020 - 19:48

Strákarnir ævintýralega góðir!

Leikurinn við Dani í dag var alger draumaleikur. Danir eru bæði Ólympíu- og heimsmeistarar í handbolta. Þeir eru með eitt albesta lið heimsins um þessar mundir. Þeir töpuðu ekki vegna þess að þeir hefðu brugðist eða verið lélegir. Nei, þeir töpuðu vegna þess að íslenska liðið var frábært. Sigur hefði svo sem geta fallið á […]

Mánudagur 30.12 2019 - 11:51

Skattar lágtekjufólks lækka um áramótin

Það var ein af mikilvægustu forsendum Lífskjarasamningsins að stjórnvöld myndu lækka tekjuskatt láglaunafólks um a.m.k. 10.000 krónur á mánuði, eða um 120 þúsund krónur á ári. Nú um áramótin kemur þriðjungur þessarar lækkunar til framkvæmda. Í byrjun næsta árs verður lækkunin svo að fullu komin til framkvæmda. Verkalýðshreyfingin lagði ríka áherslu á þetta. Enda er […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar