Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 15.11 2019 - 12:14

Samherji rannsakar sig sjálfur!

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnenda Samherja eftir að óvænt innsýn í starfshætti þeirra birtist almenningi í vandaðri umfjöllun Kveiks og Stundarinnar. Fyrstu viðbrögð Samherja komu reyndar fram áður en gögn Kveiks og Stundarinnar birtust, í formi yfirlýsingar frá fyrirtækinu (sem augljóslega vissi hvað var í vændum). Þau voru hvorki stórbrotin né veigamikil.   […]

Miðvikudagur 06.11 2019 - 15:27

Ratcliffe felur eignarhald sitt

Breski stóreignamaðurinn Jim Ratcliffe á um það bil helmingi fleiri laxveiðijarðir en áður var talið. Þetta kom í ljós við athugum rannsóknarblaðamanna Kveiks á RÚV. Menn vissu auðvitað að Ratcliffe hefur verið atkvæðamikill á norðaustur landi og töldu það að mestu bundið við Vopnafjörð. Nú er sem sagt komið í ljós að hann er kominn […]

Laugardagur 26.10 2019 - 10:35

Samgöngusáttmálinn: Arður af Landsbankanum dugir

Landsbankinn hefur greitt ríkinu 142 milljarða í arð á síðustu 7 árum (sjá hér). Á aðeins 7 árum. Samgöngusáttmálinn fyrir höfuðborgarsvæðið, sem kynntur var í síðasta mánuði, á að kosta 120 milljarða – samanlagt á 15 árum (sjá hér). Ef Landsbankinn hefði áfram svipaðan arð af starfsemi sinni næstu sjö árin myndi samanlagður arður af […]

Fimmtudagur 17.10 2019 - 23:59

Fyrsta ár nýs kjarasamnings: Mesta hækkunin hjá lágtekjufólki

Hagstofa Íslands hefur birt tölur um launabreytingar á almennum markaði frá síðasta ári fyrri kjarasamnings (desember 2018) og til maí 2019, þ.e. eftir að fyrsta launahækkun lífskjarasamningsins er gengin yfir. Niðurstöðuna má sjá á meðfylgjandi mynd. Hækkunin er mest hjá launalægstu hópunum (5,2% til 5,5%) og fer svo minnkandi þegar litið er til launahærri hópa. […]

Föstudagur 20.09 2019 - 15:15

Veggjöld eru óréttlátur skattur

Nú virðast stjórnvöld ætla að fjármagna nauðsynlegar vegaframkvæmdir með veggjöldum, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Það er í senn óréttlát og óhagkvæm leið til tekjuöflunar. Veggjöld eru óréttlát vegna þess að þau leggjast með mestum þunga á lágtekjufólk, sem þarf að nota bíl til að sækja vinnu og koma börnum á leikskóla og í frístundastarfsemi. Veggjöld […]

Fimmtudagur 12.09 2019 - 08:57

Skattalækkun: Efling vill ganga lengra

Eftirfarandi er umsögn Eflingar-stéttarfélags um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar stjórnvalda, sem er athyglisverð og sýnir skýra stefnu til framtíðar:   „Efling lagði mikla áherslu á umbætur í skattamálum fyrir lágtekjufólk í tengslum við kjarasamningana á síðasta vetri. Meðal annars lét Efling vinna ítarlega úttekt á stöðu og þróun skattbyrðar lágtekjufólks og tillögur um breytingar í átt til […]

Sunnudagur 01.09 2019 - 20:53

Orkan okkar tapar orrustunni – en vinnur stríðið

Ég held að Frosti Sigurjónsson og félagar hans í Orkunni okkar hafi rétt fyrir sér um orkupakkamál Evrópusambandsins. Þó ímynd Miðflokksmanna sé mjög neikvæð eftir Klausturmálið þá hafa þeir einnig að mestu rétt fyrir sér um orkupakkana. Orkupakkar 1 og 2 fóru í gegn án umræðu, í skjóli sinnuleysis. En þeir voru skaðlegir hagsmunum íslensku […]

Þriðjudagur 06.08 2019 - 10:43

Eignarhald banka: Sjálfstæðismenn gegn þjóðinni

Sjálfstæðismenn keyra nú á þeirri stefnu sinni að selja Íslandsbanka að fullu og einnig meirihluta ríkisins í Landsbankanum. Vilja drífa í þessu áður en fólk áttar sig á hvað er að gerast. Sjálfstæðismenn vilja að ríkið verði einungis áhrifalítill minnihlutaeigandi Landsbankans. Þjóðin er á allt annarri skoðun. Í könnum sem nefnd fjármálaráðherra um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lét […]

Mánudagur 29.07 2019 - 15:19

Ömmi stóð gegn landakaupum erlendra auðmanna

Þegar Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra setti hann reglugerð sem takmarkaði heimildir útlendinga til landakaupa hér á landi. Skilyrðið var að viðkomandi landakaupandi gæti sýnt fram á búsetu eða áform um atvinnurekstur hér á landi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda á ný (2013) afnam eftirmaður Ögmundar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, reglugerð hans umsvifalaust. Sagði hana hafa verið á […]

Miðvikudagur 03.07 2019 - 12:16

Óráðshjal alþingismanns um lífeyrismál

  Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar æsta grein í Morgunblaðið í dag um það sem hann kallar “tímasprengju” í lífeyrismálum (sjá hér). Þar leggur hann út af þeirri lýðfræðilegu staðreynd að hlutfall eldri borgara muni fara vaxandi á Íslandi á næstu áratugum – líkt og í öðrum nútímalegum samfélögum. Segir hann þjóðina ekki hafa […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar